Nykur II komin út

Nykur - Nykur IIHljómsveitin Nykur sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, Nykur II.

Platan hefur að geyma hreinræktað og sígilt rokk, fumsamið með grimmum gítarrifum ofin saman við ágengar laglínur með bitastæðum íslenskum textum.

Sveitina skipa reynsluboltar úr bransanum, söngvarinn Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas, Buttercup o.fl.) sem einnig leikur á gítar, Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans Jóns míns, Pelican o.fl.) Kristján B. Heiðarsson trommuleikari (Dark harvest, Changer o.fl.) og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari (Númer núll, Newshit o.fl.) skipa hana.

Í fréttatilkynningu segir að platan sé kraftmikil og grípandi en feti einnig nýja krókastigu rokktungumálsins, margræðin með þunga undiröldu – rökrétt framhald. Nykur II var nýlega plata vikunnar á Rás 2 og við það tilefni fékk hún jákvæða dóma hjá tónlistarskríbentinum Arnari Eggerti Thoroddsen.