Afmælisbörn 31. júlí 2016

Glatkistan hefur tvær tónlistarkonur á skrá sinni á þessum degi, þær eru nöfnur: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og eins árs í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Kammersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með…

Afmælisbörn 29. júlí 2016

Tveir tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2016

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum degi. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002,…

Afmælisbörn 27. júlí 2016

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru tvö að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2016

Tvö afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2016

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Blue Ice band & Karen Lovely á Rosenberg

Blue Ice Band & Karen Lovely leika á Café Rosenberg þriðjudagskvöldið 25. júlí nk. klukkan 21:00. Blue Ice band spilar gæða blús en sveitin er skipuð gítarleikurunum Halldóri Bragasyni og Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni bassaleikara og Birgi Baldurssyni trommuleikara. Karen Lovely er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir og er margverðlaun söngkona. Hún sló…

Afmælisbörn 24. júlí 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2016

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextugur á þessum degi og á því stórafmæli. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og eins árs í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið með…

Afmælisbörn 21. júlí 2016

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og fjögurra ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Afmælisbörn 20. júlí 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Afmælisbörn 18. júlí 2016

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru þrjú talsins á skrá Glatkistunnar en þau eru öll látin: Fyrstan skal nefna Fritz (von) Weisshappel píanóleikara. Hann var Austurríkismaður, fæddur 1908, og kom hingað til lands 1928. Fritz starfaði lengstum sem undirleikari bæði hjá einsöngvurum og kórum, t.a.m. starfaði hann sem undirleikari Karlakórs Reykjavíkur í áratugi og lék…

Afmælisbörn 17. júlí 2016

Í dag eru þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og tveggja gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Einar (Einarsson) Markan baritónsöngvari (f. 1902)…

Mannekla – Efni á plötum

Mannekla – Ó þú (ég elska þig) [ep] Útgefandi: [enginn útgefandi] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. Ó þú (ég elska þig) Flytjendur: Þorsteinn Ingi Þorsteinsson – söngur Helgi Torshamar – gítar Arnar V. Sigurjónsson – bassi Védís Guðmundsdóttir – þverflauta Heiðar Kristinsson – kóngatrommur

Pondus [1] (1984)

Pondus mun hafa verið eins konar danshljómsveit, að minnsta kosti voru í henni fólk sem lék víða í slíkum hljómsveitum á árum áður. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari [?], Már Elíson trommuleikari og hjónin Björn Þórarinsson hljómborðsleikari [?] og Sigríður Birna Guðjónsdóttir söngkona. Engar heimildir finnast um líftíma hljómsveitarinnar…

Polkakvartettinn (1968-72)

Polkakvartettinn spilaði á samkomum í Lindarbæ við Lindargötu um árabil en þá staður var einkum kenndur við gömlu dansana. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Polkakvartettinn eða jafnvel hvort um fleiri en eina sveit var að ræða en kvartettinn starfaði á árunum 1968-72. Björn Þorgeirsson söng stundum með kvartettnum. Allar frekari upplýsingar um Polkakvartettinn má senda…

Poison for ears (um 1975)

Poison for ears var unglingahljómsveit starfandi í Reykjavík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Nánast engar upplýsingar er að finna um þessa merkilegu sveit aðrar en að Guðni Franzson (síðar klarinettuleikari) lék á gítar í henni. Allar nánari upplýsingar um Poison for ears eru vel þegnar fyrir gagnagrunn Glatkistunnar.

Pnin (1977)

Hljómsveitin Pnin mun líkast til hafa verið skammlíf hljómsveit sem kom fram á djasskvöldi Jazzvakningar sem haldið var í Glæsibæ haustið 1977. Meðlimir Pnin voru Arnþór Jónsson píanó- og sellóleikari, Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari, Hans Jóhannsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Björn Leifsson saxófónleikari, en þeir léku frumsamið efni á djasskvöldinu. Engar heimildir…

Plús og mínus (1991)

Plús og mínus var ekki eiginleg hljómsveit heldur verkefni sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir á vormánuðum 1991 í samráði við Guðmund Jónsson og Stefán Hilmarsson laga- og textahöfunda Sálarinnar hans Jóns míns sem þá naut mikilla vinsælda. Verkefnið sneri að því að vekja athygli á skólamálum og voru tvímenningarnir fengnir til að semja og flytja lag…

Afmælisbörn 16. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 63 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Rokk og ról

Nykur – Nykur II Gustuk GCD 005, 2016 Hljómsveitin Nykur gaf nýverið út sína aðra plötu en sveitin er skipuð ólíkum reynsluboltum úr hinum fjölbreytilegustu skúmaskotum rokksins, þarna eru fremstir í flokki lagahöfundarnir Guðmundur Sálverji Jónsson gítarleikari og Davíð Þór Hlinason söngvari og gítarleikari en sá hefur löngum verið kenndur við sveitir eins og Dos…

Afmælisbörn 14. júlí 2016

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum: Engel (Gagga) Lund (1900-96) hefði átt afmæli á þessum degi, hún var dönsk en fædd hér á landi svo hún hafði alltaf taugar hingað. Hún varð þekkt þjóðlagasöngkona, starfaði víða um heim og lagði alltaf áherslu á íslensk þjóðlög, sem hún lagði sig sérstaklega…

Afmælisbörn 13. júlí 2016

Að þessu sinni eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stórsöngvarinn Sigurður Johnny Þórðarson (Siggi Johnny) er sjötíu og sex ára í dag. Siggi var upp á sitt besta á blómaskeiði rokksins á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, söng þá með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Svavars Gests, Björns R. Einarssonar og José Riba,…

Afmælisbörn 12. júlí 2016

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sextíu og sex ára gamall í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann…

Gillon gefur út plötu

Tónlistarmaðurinn Gísli Þór Ólafsson frá Sauðárkróki eða Gillon eins og hann kallar sig, gaf nýlega út sína fjórðu sólóplötu, hún ber heitið Gillon og var hljóðrituð í Stúdíó Benmen undir stjórn Sigfús Arnar Benediktssonar félaga hans úr hljómsveitinni Contalgen funeral. Platan hefur að geyma átta lög eftir Gísla Þór en hann á einnig sex ljóðanna,…

Afmælisbörn 11. júlí 2016

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er fimmtíu og sjö ára. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig hefur Grétar starfað…

Afmælisbörn 10. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er fimmtíu og átta ára í dag. Nafn hans varð fyrst þekkt þegar hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2016

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fjögur talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Kristján Hrannar í Mengi

Tónlistarmaðurinn Kristján Hrannar mun spinna plötuna Sea take one / Haf taka eitt í Mengi Óðinsgötu 2, föstudagskvöldið 8. júlí kl. 21:00. Öll lögin heita eftir sjávarlífverum sem hafa orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Eftir hlé verður frumflutt efni af væntanlegri sólóplötu Kristjáns, Brestir kæru gestir. Aðgangseyrir er kr. 2.000

Afmælisbörn 8. júlí 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og fjögurra ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Afmælisbörn 7. júlí 2016

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er þrjátíu og níu ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Júníus Meyvant gefur út Floating harmonies

Langþráð fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigmundssonar eða Júníusar Meyvant lítur dagsins ljós föstudaginn 8. júlí næstkomandi. Þetta hefur verið löng og erfið fæðing allt frá því að upptökur hófust á fyrstu smáskífu plötunnar, „Color Decay“ í byrjun árs 2014 en útkoman er biðarinnar virði. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2014…

Afmælisbörn 6. júlí 2016

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…

Afmælisbörn 5. júlí 2016

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og eins árs gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2016

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill, Wanted, Þeyr,…

Afmælisbörn 3. júlí 2016

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Lýður Ægisson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Lýður, sem er bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur í gegnum tíðina, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði á þeim…

Afmælisbörn 2. júlí 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fjörutíu og sjö ára. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má nefna sveitir eins…

Afmælisbörn 1. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er þrjátíu og átta ára. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir, Richter og nú…