Afmælisbörn 28. júlí 2016

Gunnar Reynir Sveinsson

Gunnar Reynir Sveinsson

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö tónlistartengd afmælisbörn:

Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum degi. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur komið að margs konar tónlistarverkefnum og hefur auk þess gefið út þrjár sólóplötur. Minna hefur farið fyrir Birgittu allra síðustu árin.

Tónskáldið Gunnar Reynir Sveinsson hefði einnig átt afmæli á þessum degi en hann lést árið 2008. Gunnar Reynir sem einnig var víbrafónleikari, var fæddur 1933 og lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, hann sneri sér síðan í auknum mæli að tónsmíðum og tónlistarkennslu, og hefur oft verið kallaður upphafsmaður kammerdjasssins á Íslandi. Gunnar Reynir nam tónsmíðar hér heima og í Hollandi en út hafa komið nokkrar plötur þar sem tónlistarmenn hafa leikið lög hans.