Afmælisbörn 30. júní 2016

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og fimm ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Plágan [2] (um 1975)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Plágan, og var líklega starfandi á höfuðborgarsvæðinu í kringum miðjan áttunda áratuginn. Magnús Guðmundsson, síðar söngvari Þeys, mun hafa verið í Plágunni en ekkert annað liggur fyrir um sveitina.

Plutonium (um 2000)

Um eða fyrir síðustu aldamót var hljómsveit starfandi á Grundarfirði undir nafninu Plutonium. Upplýsingar eru takmarkaðar um Plutonium en meðlimir hennar munu hafa verið Axel Björgvin Höskuldsson gítarleikari [?], Þorkell Máni Þorkelsson hljómborðsleikari [?], Aðalsteinn Valur Grétarsson söngvari [?] og Gústav Alex Gústavsson trommuleikari [?]. Einnig mun hafa verið söngkona í sveitinni en upplýsingar um…

Plunge (1996-98)

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og…

Plug (1999)

Hljómsveitin Plug starfaði á Reykjavíkursvæðinu að minnsta kosti árið 1999, áreiðanlega þó lengur. Plug keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Keflavík 1999 og átti lag á safnplötu sem gefin var út í kjölfarið á keppninni. Söngvari Plug var Haukur Heiðar Hauksson sem síðan hefur verið kenndur við Diktu en upplýsingar vantar um aðra…

Pláhnetan – Efni á plötum

Pláhnetan – Speis Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: Steinar 13147932 Ár: 1993 1. Spútnik 2. Í lausu lofti 3. Tunglið tekur mig 4. Span 5. Norðurljósa-Logi 6. Sólon 7. Ildi 8. Loftsteina-Dísa 9. Gagarín 10. Funheitur (geimdiskó) 11. Þú veist 12. Eldfjallastöðin Flytjendur: Friðrik Sturluson – bassi Ingólfur Guðjónsson – hljóðgervlar og Hammond Ingólfur Sigurðsson – trommur…

Pláhnetan (1993-95)

Hljómsveitin Pláhnetan starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, var stofnuð í kjölfar þess að Sálin hans Jóns míns sprakk og dafnaði reyndar ágætlega í því tómarúmi sem sú sveit skildi eftir sig. Sálin hafði verið starfandi með litlum hléum í um fimm ár og svo fór um áramótin 1992-93 að þar fengu menn nóg…

Afmælisbörn 29. júní 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og sjö ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Blúsband Þorleifs Gauks á Rósenberg

Blúsband Þorleifs Gauks kemur fram á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 4. júlí nk. klukkan 22:00. Blúsband Þorleifs Gauk sló í gegn á Blúshátíð Reykjavíkur um páskana, með Þorleifi sem leikur sjálfur á munnhörpu auk þess að syngja, verða í för kontrabassaleikarinn og söngvarinn Colescott Rubin, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Birgir Baldursson slagverksleikari. Þorleifur Gaukur Davíðsson…

Nefrennsli – Efni á plötum

Nefrennsli – Nefrennsli 1982/1983 [ep] Útgefandi: Lollipop records Útgáfunúmer: LOL 001 Ár: 2016 1. Útvarpsviðtal / Radio interview (1982) 2. Bad world (a/k/a Policeman in the street) 3. Nefrennsli 4. Do you really want to hurt me? Flytjendur:  [engar upplýsingar um flytjendur]

Nykur II komin út

Hljómsveitin Nykur sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, Nykur II. Platan hefur að geyma hreinræktað og sígilt rokk, fumsamið með grimmum gítarrifum ofin saman við ágengar laglínur með bitastæðum íslenskum textum. Sveitina skipa reynsluboltar úr bransanum, söngvarinn Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas, Buttercup o.fl.) sem einnig leikur á gítar, Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans…

Afmælisbörn 28. júní 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl…

Afmælisbörn 27. júní 2016

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og sex ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt dúettinn…

Afmælisbörn 26. júní 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns á stórafmæli í dag en hann er fimmtugur. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í…

Afmælisbörn 25. júní 2016

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést 1995, níræð að aldri. María (f. 1905) var af miklu söngfólki komin og söng t.a.m. oft með systkinum sínum bæði opinberlega sem og á plötum. Hún lagði stund á söngnám í Þýskalandi og starfaði þar…

Plastik (1994-2008)

Raftónlistarmaðurinn Aðalsteinn Guðmundsson (f. 1976) hefur verið fremstur í flokki sinnar tegundar í raftónlist hérlendis og komið fram undir ýmsum nöfnum, þar má nefna Yagya, Tree, Zitron, Rhythm of snow, Cosmonut og Sanasol þar sem hann er helmingur dúetts. Plastik (Plastic) var fyrsta aukasjálf Aðalsteins í raftónlistinni og flokkaðist tónlist hans þar undir ambient en…

Plastic youth (1988)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Plastic youth en sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur sem kom út 1996. Á þeirri safnplötu voru meðlimir Plastic youth Sveinn Kjartansson bassaleikari, Einar H. Árnason trommuleikari og Kári Hallsson söngvari og gítarleikari en einnig sungu þær Agnes E. Stefánsdóttir og Björg A. Ívarsdóttir bakraddir…

Plastgeir og Geithildur (1988)

Plastgeir og Geithildur var tríó frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1988 og voru meðlimir hennar Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Leifur Óskarsson gítarleikari og söngvari og Jóhann Á. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin var þá nýstofnuð upp úr Óþekktum andlitum og áttu meðlimir hennar eftir að keppa síðar með öðrum Skagasveitum á sama vettvangi. Pétur Heiðar Þórðarson…

Plató [2] (1990-91)

Plató var hljómsveit úr Hafnarfirðinum sem sérhæfði sig einkum í tónlist hipparokkara í anda Led Zeppelin, Cream o.fl. Þeir félagar voru einnig í blúsnum. Sveitin var stofnuð sumarið 1990 og voru meðlimir hennar Guðfinnur Karlsson söngvari, Starri Sigurðarson bassaleikari, Jón Örn Arnarson trommuleikari og Kristbjörn Búason gítarleikari. Flestir áttu þeir eftir að birtast í mun…

Plató [1] (1964-65)

Hljómsveitin Plató var ein þeirra bítlasveita sem spratt fram á sjónarsviðið um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin kom fram sumarið 1964 og hafði á að skipa ungum meðlimum eins og títt var á þeim tíma en þeir voru Kristinn S. Jónsson bassaleikari [?], Einar Hólm trommuleikari [og söngvari?], Sigurgeir A. Jónsson [?] og Kristinn…

Plastik – Efni á plötum

Plastik – Hérna [snælda] Útgefandi: FIRE Útgáfunúmer: F-3 Ár: 1995 1. Lím 2. Gangar 3. Fljótandi vitund 4. 13. jan. 1896 – 9. des 32976 5. Ljós og litir draumsins 6. Útlönd 5. Töfratónar 6. Undirdjúpin Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Plastik – River electric [12“] Útgefandi: Thule records Útgáfunúmer: THL011 Ár: 1999 1. Brain…

Afmælisbörn 24. júní 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og sjö ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis…

Afmælisbörn 23. júní 2016

Afmælisbarn dagsins í tónlistargeiranum er eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2016

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og fjögurra ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2016

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sextíu og átta ára gömul á þessum degi. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur…

Afmælisbörn 20. júní 2016

Aðeins eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Helgi Júlíusson (1918-94) úrsmiður og söngvari á Akranesi átti þennan afmælisdag en hann var einn þeirra söngvara sem skipuðu sönghópinn Skagakvartettinn á árunum 1969-94. Skagakvartettinn gaf út plötu 1976 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og muna margir lögum eins og Umbarassa, Skagamenn skoruðu mörkin og…

Afmælisbörn 19. júní 2016

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er fimmtíu og sjö ára gamall en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum sem Afi…

Afmælisbörn 18. júní 2016

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á…

Pinkowitz (1988-90)

Hljómsveitin Pinkowitz fór ekki hátt á meðan hún starfaði en afrekaði þó að koma við sögu á fjögurra laga plötu sem út kom haustið 1989. Pinkowitz var stofnuð snemma hausts 1988 í Menntaskólanum í Reykjavík og fór ekki mikið fyrir henni, sveitin lék þó í nokkur skipti opinberlega um veturinn 1988-89. Um vorið 1989 var…

Pjetur og Úlfarnir – Efni á plötum

Pjetur og Úlfarnir – “Plataðir” Hó! Eddi, halló, það er síminn [ep] Útgefandi: Festi Útgáfunúmer: Festi 001 Ár: 1978 1. Stjáni saxafónn 2. Where no plants grows 3. Borðstofubúkí 4. La Cartera Negra Flytjendur: Kristján Sigurmundsson – gítar Kjartan Ólafsson – söngur og bassi Pétur Jónasson – gítar Eggert Pálsson – trommur Stefán Stefánsson –…

Pjetur og Úlfarnir (1977-)

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir var upphaflega eins konar menntaskólaflipp, gaf síðan út stórsmellinn Stjána saxafón og hefur starfað með hléum síðan. Pjetur og Úlfarnir var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kjölfar kennaraverkfalls 1977 og lék framan af eingöngu á samkomum innan skólans. Á einu slíku balli sem haldið var í félagsheimilinu Festi í Grindavík…

Pís of keik – Efni á plötum

Veggfóður: erótísk ástarsaga – úr kvikmynd Útgefandi: Kvikmyndafélag Íslands Útgáfunúmer: KÍCD 1 Ár: 1992 1. Máni Svavarsson – Upphaf 2. Pís of keik – Árás 3. Síðan skein sól – Ég sé epli 4. Pís of keik – Fiðrildi og ljón 5. Sálin hans Jóns Míns – Brosið blíða 6. Pís of keik – Amonra…

Pís of keik (1990-94)

Danstónlist Pís of keik var áberandi á fyrstu árum tíunda áratugarins og átti sveitin nokkur lög á safnplötum og kvikmynd sem vöktu athygli en þegar breiðskífa kom út fjaraði undan henni. Pís of keik var verkefni Mána Svavarssonar (Gests og Ellyjar Vilhjálms) og Júlíusar Kemp kvikmyndagerðamanns en þeir félagar fengu til liðs við sig söngkonuna…

Pinkowitz – Efni á plötum

Pinkowitz – Tóm ást [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: sm/hf 016 Ár: 1989 1. Tvö þúsund og nítján 2. Stjörnuvalsinn 3. Tóm ást 4. Stjörnuvalsinn instr. Flytjendur: Páll Garðarson – saxófónn og hljómborð Jón Oddur Guðmundsson – söngur Frank Þ. Hall – gítar Ingólfur A. Magnússon – hljómborð Eiríkur Þórleifsson – bassi Kjartan Guðnason – slagverk

Plast [1] (1992-93)

Hljómsveitin Plast var skammlíf rokksveit sem starfaði 1992 og 93. Hún var hugsanlega frá Akranesi. Meðlimir Plasts voru Jón Bentsson bassaleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari og Þorbergur Viðarsson söngvari. Plast var ekki áberandi þann tíma sem hún starfaði en sendi þó frá sér þrjú lög sem komu út á safnsnældunni Strump 2 árið…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…

PKK – Efni á plötum

PKK – Sumar á Írlandi Útgefandi: Gránufélagið Útgáfunúmer: PKK cd 01 Ár: 1996 1. I tell me ma 2. Black velvet band 3. Stemma 1 4. Mormond braes 5. Dicey Reilly 6. Whiskey on a sunday 7. Stemma 2 8. Raggle taggle gipsy 9. Eileen og’ 10. Traveller 11. Stone outside Dan Murphys door 12.…

PKK (1996-2007)

Akureyska hljómsveitin PKK var upp á sitt besta í kringum síðustu aldamót og var lengi eins konar húshljómsveit á veitingastaðnum Við pollinn. PKK nafnið kemur fyrst upp í fjölmiðlum vorið 1996, en áður höfðu þeir félagar, Pétur Steinar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari og Kristján Ólafur Jónsson bassaleikari, byrjað sem dúettinn PK en þeir höfðu enn…

Afmælisbörn 17. júní 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Afmælisbörn 16. júní 2016

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og fjögurra ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Afmælisbörn 14. júní 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er tuttugu og níu ára gömul á þessum degi. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og…

Afmælisbörn 13. júní 2016

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og fjögurra ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2016

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er þrjátíu og níu ára gamall, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað með ýmsum…

Afmælisbörn 9. júní 2016

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára í dag. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Pig face (1983)

Pig face var hljómsveit sem var að öllum líkindum starfandi í Kópvogi 1983 eða jafnvel örlítið fyrr. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að Steinn Skaptason var í henni annað hvort sem bassa- eða trommuleikari.

Piflonkyd (1990-93)

Piflonkyd (einnig nefnd Piflon kid í fjölmiðlum) starfaði á Akureyri um tíma en sveitin var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri. Meðlimir voru Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Ásbjörn Blöndal bassaleikari. Nafn sveitarinnar kom þannig til stöfununum úr hljómsveitarnafninu Pink Floyd var ruglað svo úr varð Piflonkyd. Þeir félagar…

Piccolo (1975-76)

Hljómsveitin Piccalo var sveit nokkurra mennskælinga í Reykjavík veturinn 1975-76 og verður varla minnst fyrir annað en að vera fyrsta hljómsveit Eiríks Haukssonar. Sveitarinnar er fyrst getið haustið 1975 í fjölmiðlum og síðast er hún auglýst fyrir áramótadansleik svo gera má ráð fyrir að hún hafi starfað fram á 1976. Meðlimir Piccolo voru áðurnefndur Eiríkur…