Plantan (1969-74)

Plantan 1969

Plantan að hætti The Beatles

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul.

Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og Guðmundur vou tvíburar.

Plantan mun hafa verið stofnuð vorið 1969 í Kópavoginum og hóf fljótlega að leika á opinberum vettvangi. Sveitin var nokkuð áberandi í tónleika- og ballflóru landans, og var t.d. meðal þeirra sveita sem komu fram á hinni frægu Saltvíkurhátíð um hvítasunnuna 1971.

Plantan starfaði allt til ársins 1974 eftir því sem heimildir herma og ekki alveg samfleytt, þannig gæti hún hafa verið í tveimur löngum pásum. Eftir eina slíka (1970) bættist Kristján Erlendsson saxófón- og klarinettuleikari í hópinn og Þór Sævaldsson gítarleikari var ennfremur á einhverjum tímapunkti í Plöntunni, líklega á síðari hluta starfstíma hennar. Ekki er kunnugt um aðra Plöntuliða.

Ekkert útgefið efni liggur eftir Plöntuna.