Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…