Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Hljómsveit Skógaskóla 1950-51

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér með. Fljótlega eftir það (eða jafnvel fyrsta veturinn 1949-50) var sveit starfandi innan skólans sem innihélt þá Valdimar Jónsson harmonikkuleikara, Viðar Alfreðsson klarinettuleikara og Leif Guðmundsson gítarleikara.

Ekki finnast haldbærar heimildir um hljómsveitir Skógakóla næstu ára og svo virðist sem hátt í áratugur líði þar til næst er starfrækt skólahljómsveit við skólann. Það var veturinn 1960 og bar sú sveit nafnið Cappella, voru meðlimir hennar Haraldur Sigurðsson (Halli) söngvari og saxófónleikari, Sturla Böðvarsson trommuleikari (síðar þingmaður og ráðherra), Sigfús Ólafsson gítarleikari, Rúnar Gunnarsson saxófónleikari og Smári Ólafsson píanóleikari, sú sveit lék fyrir dansi á árshátíð skólans fyrst hljómsveita.

Capella veturinn 1960-61

Einnig eru heimildir um fleiri skólahljómsveitir við Skógaskóla í beinu framhaldi, líklega nokkuð samfellt til 1964, ekki ligga fyrir miklar upplýsingar um skipan þeirra sveita en auk áðurnefnds Haralds voru á einhverjum tímapunkti bræðurnir Guðmundur og Guðni Sigurðarsynir og Rúnar Georgsson saxófónleikari í hljómsveitinni. Þá er nafn Ásbjörns Björnssonar jafnframt að finna í heimildum en engar upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann spilaði.

Eftir miðjan sjöunda áratuginn virðist sem utanaðkomandi hljómsveitir hafi verið ráðnar til að leika á árshátíðum skólans, s.s. Hrafnar (skólahljómsveit frá Laugarvatni) og Tríó Steina spil