Skúli Halldórsson (1914-2004)

Skúli Halldórsson tónskáld og píanóleikari skildi eftir sig um tvö hundruð tónverk í formi sönglaga, píanó-, kammer- og jafnvel sinfónískra verka en hann var orðinn áttræður þegar loks kom út plata með verkum hans hér á landi, önnur slík leit dagsins ljós áður en hann lést í hárri elli en áður hafði komið út plata…

Skúli Halldórsson – Efni á plötum

Skúli Halldórsson – Sögueyjan hljómar frá Íslandi: Sävelmiä satujen saarelta Útgefandi: Sauna Musiikki Útgáfunúmer: SAU-LP 259 Ár: 1980 1. Unelmalaulu 2. Paimenpoika 3. Paimentyttö 4. Öisen auringon teema 5. Vuorenrinteet 6. Eroaminen 7. Rajaton riemu 8. Linda 9. Ikkunani 10. Silmät 11. Tyttöni 12. Rakkauden valssi Steinalle 13. Rakkaalleni 14. Aurinkosuukko 15. Tuokiot 16. Satu…

Skólakór Bændaskólans á Hvanneyri (1935-91)

Sönglíf var í miklum blóma lengi vel við Bændaskólann á Hvanneyri en þar hefur verið skólasetur allt frá árinu 1889 þegar búnaðarskóli var þar settur á stofn, 1907 varð skólinn að Bændaskólanum á Hvanneyri og í dag gengur hann undir nafninu Landbúnaðarháskóli Íslands. Elstu heimildir um skólakór á Hvanneyri eru frá vetrinum 1935-36 en þá…

Skólakór Foldaskóla (1990-94)

Kór var starfræktur í Foldaskóla í Grafarvogi á árunum 1990-94 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur kennara. Kórinn kom fram á ýmsum samkomum innan og utan skólans sem var mjög fjölmennur á þessum árum en ekki liggur þó fyrir hversu margir skipuðu kórinn. Kórastarfið virðist hafa lagst af þegar Sigríður hætti kennslu við Foldaskóla 1994.

Skólakór Akraness (1990-2000)

Skólakórar hafa lengi verið starfræktir á Akranesi en málin eru töluvert flókin þar sem Barnaskóla Akraness (síðar Grunnskóla Akraness) var á sínum tíma skipt niður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (upp úr 1980), svo virðist sem Skólakór Akraness hafi verið samstarfsverkefni skólanna tveggja (að minnsta kosti hluta starfstíma hans) en þeir hafa jafnframt stundum gengið undir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð – Efni á plötum

Tún: tónleikaupptökur úr Norðurkjallara – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð Útgáfunúmer: Tún 001 Ár: 1997 1. Egill Skúlason – Kennaraþrýstingur 2. Electrique – Junior 3. Maus – Síðasta ástin fyrir pólskiptin 4. Hugh jazz – Anatomy of strings 5. Fítónn jóðsjúkra kvenna – Lífsóður tjokkós 6. Stjörnukisi – Leifturljós 7. Andhéri – Aleinn með bjúgu 8. Versa…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð (1969-)

Fáar heimildir eru um skólahljómsveitir innan Menntaskólans við Hamrahlíð en þeim mun fleiri um hljómsveitir sem hafa starfað innan hans enda hefur skólinn iðulega haft á sér „lista“-stimpil allt frá upphafi. Þá er skólinn auðvitað þekktur fyrir söngkór sinn. Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 og árið 1969 var þar starfandi einhvers konar skólahljómsveit…

Skólakór Bændaskólans á Hólum (1920-84)

Við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal var lengi vel fjörugt sönglíf enda var söngkennsla hluti af náminu hér fyrrum, þar var stundum skólakór starfandi. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður árið 1882 en engar upplýsingar er að finna hvernig söngkennslu og kóramenningu var háttað fyrstu áratugina. Árið 1920 kom Friðbjörn Traustason til skólans sem…

Skólakór Barnaskólans á Eyrarbakka (um 1915)

Kór sem starfræktur var við Barnaskólann á Eyrarbakka er að öllum líkindum fyrsti skólakór og um leið fyrsti barnakór sem starfaði hér á landi. Barnaskólinn á Eyrarbakka hafði þá starfað allt frá árinu 1852. Þegar Helgi Hallgrímsson (faðir dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds) gerðist kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka haustið 1913 setti hann á fót kór…

Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)

Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…

Skólakór Barnaskólans á Akranesi (um 1950-60)

Fjölmennur kór starfaði við Barnaskólann á Akranesi um og upp úr miðri síðustu öld, líklega í heilan áratug eða lengur og söng hann eitthvað opinberlega á tónleikum. Fyrir liggur að kórinn var starfandi í kringum 1950 og einnig um 1960 en þá var hann að öllum líkindum undir stjórn Hans Jörgensen. Upplýsingar um þennan barnakór…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…

Afmælisbörn 29. desember 2021

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og sjö ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…