Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Skriðjöklar – Efni á plötum

Skriðjöklar – Var mikið sungið á þínu heimili? [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 003 Ár: 1985 1. Steini 2. Í túr 3. Ökónómískur fílingur 4. Freyvangur Flytjendur: Ragnar Gunnarsson – söngur Bjarni Bjarnason – raddir Kolbeinn Gíslason – gítar og raddir Jón Haukur Brynjólfsson – bassi og raddir Jóhann Ólafur Ingvason – hljómborð og raddir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Tjörnina (1970-76)

Menntaskólinn við Tjörnina (MT) starfaði á árunum 1969-76 en fluttist þá í húsnæði Vogaskóla við Gnoðarvog og var nafni hans við það tækifæri breytt í Menntaskólinn við Sund – hefur skólinn starfað undir því nafni síðan. Á þeim tíma sem skólinn starfaði undir MT nafninu var þar að minnsta kosti einu sinni starfandi eiginleg skólahljómsveit,…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík – Efni á plötum

Árshátíð Menntaskólans í Reykjavík – Árshátíð 1991 [flexiplata] Útgefandi: Framtíðin Menntaskólanum í Reykjavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1991 1. Ómar! – Smákvæði um eyrnarbrotið milta 2. Flosi Ólafsson & Pops – Ljúfa líf Flytjendur: Ómar!: – Jónas Sveinn Hauksson – söngur – Frank Þórir Hall – kassagítar og raddir – Guðmundur Steingrímsson – harmonikka og…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík (um 1966-)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um eiginlegar skólahljómsveitir innan Menntskólans í Reykjavík en ljóst er þó að fjölmargar hljómsveitir hafa starfað þar, margar jafnvel nokkuð þekktar. Fyrsta og eina hljómsveitin (sem heimildir finnast um) sem ber nafnið Skólahljómsveit Menntaskólans í Reykjavík var líklega starfandi á árunum 1966 til 68 og mun Magnús Á. Magnússon hafa…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (1978-)

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa lengi verið starfandi hljómsveitir sem ýmist hafa verið skilgreindar sem blásarasveitir, lúðrasveitir, stórsveitir eða bara skólahljómsveitir. Þær hafa náð ágætum árangri, jafnvel verið virkar til langs tíma og leikið á fjölmörgum tónleikum og skemmtunum innan lands sem utan. Tónlistarskólinn í Hafnarfirði hefur verið starfandi frá 1950 en ekki finnast þó heimildir…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Grindavíkur (1977-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfræktar við Tónlistarskóla Grindavíkur frá áttunda áratug síðustu aldar og hafa þær sveitir ýmist verið kallaðar skólahljómsveitir, blásarasveitir eða lúðrasveitir, einnig hafa minni sveitir starfað innan þeirra. Tónlistarskólinn í Grindavík var stofnaður árið 1972 og var líklega fyrsta hljómsveitin innan skólans stofnuð haustið 1977, sú sveit lék undir stjórn Jóns. E. Hjaltasonar…

Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Afmælisbörn 22. desember 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…