Afmælisbörn 22. desember 2021

Einar Sveinbjörnsson

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit sinni, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar. Margir muna eftir Grásleppu Gvendi, Ég fer í Sjallann, Ó María mig langar heim og Lífsflótta, en síðast talda lagið áttu hljómsveitirnar Upplyfting og Rass eftir að gera að sínu síðar. Þorsteinn lést 2011.

Þá hefði fiðluleikarinn Einar Grétar Sveinbjörnsson einnig átt afmæli í dag en hann lést 2019. Einar (f. 1936) hóf að nema fiðluleik aðeins sjö ára gamall, lærði m.a. hjá Birni Ólafssyni en fór síðan til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Að því námi loknu kom hann heim, sinnti kennslu, lék m.a. oft einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var einn af stofnendum Musica nova. Hann flutti síðan til Svíþjóðar og starfaði þar lengst af. Einar lék inn á nokkrar plötur.

Vissir þú að Bítlavinafélagið lék undir á jólaplötunni Hurðaskellir og Stúfur snúa aftur?