Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík (um 1966-)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um eiginlegar skólahljómsveitir innan Menntskólans í Reykjavík en ljóst er þó að fjölmargar hljómsveitir hafa starfað þar, margar jafnvel nokkuð þekktar.

Fyrsta og eina hljómsveitin (sem heimildir finnast um) sem ber nafnið Skólahljómsveit Menntaskólans í Reykjavík var líklega starfandi á árunum 1966 til 68 og mun Magnús Á. Magnússon hafa verið einn meðlima hennar, annað liggur ekki fyrir um þá sveit.

Veturinn 1971-72 mun hljómsveitin Barnastúkan Ljósið vera titluð skólahljómsveit skólans en allar upplýsingar vantar um hana.

Innan skólans hafa þó eins og segir hér í byrjun verið starfandi fjöldi hljómsveita í gegnum tíðina og eru Melchior og Skárren ekkert líklega þeirra þekktastar, einnig má nefna sveitir eins og Næturgalar, Bendix, Limbó, Le Futur, Ómar! og Pinkowitz, og jafnframt hefur aragrúi sveita og tónlistarfólks úr skólanum komið við sögu á fjölmörgum plötum sem hafa verið gefnar út af skólafélagi MR Framtíðinni í tengslum við árshátíð skólans. Þeim hefur verið dreift til allra nemenda skólans og voru framan af í flexiplötu-formi en síðan á geisladiskum.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík.

Efni á plötum