Pig face (1983)

Pig face var hljómsveit sem var að öllum líkindum starfandi í Kópvogi 1983 eða jafnvel örlítið fyrr. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að Steinn Skaptason var í henni annað hvort sem bassa- eða trommuleikari.

Piflonkyd (1990-93)

Piflonkyd (einnig nefnd Piflon kid í fjölmiðlum) starfaði á Akureyri um tíma en sveitin var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri. Meðlimir voru Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Ásbjörn Blöndal bassaleikari. Nafn sveitarinnar kom þannig til stöfununum úr hljómsveitarnafninu Pink Floyd var ruglað svo úr varð Piflonkyd. Þeir félagar…

Piccolo (1975-76)

Hljómsveitin Piccalo var sveit nokkurra mennskælinga í Reykjavík veturinn 1975-76 og verður varla minnst fyrir annað en að vera fyrsta hljómsveit Eiríks Haukssonar. Sveitarinnar er fyrst getið haustið 1975 í fjölmiðlum og síðast er hún auglýst fyrir áramótadansleik svo gera má ráð fyrir að hún hafi starfað fram á 1976. Meðlimir Piccolo voru áðurnefndur Eiríkur…

Picasso (1979)

Picasso var ein þeirra hljómsveita sem kennd var við Pétur Kristjánsson en sveitin var sú síðasta í röð nokkurra sem höfðu stafinn P að upphafsstaf. Picasso var stofnuð vorið 1979, fljótlega eftir að Póker lagði upp laupana. Það var aldrei ætlunin að sveitin yrði langlíf enda varð hún það ekki, Pétur var á þessum tíma…

Piltur & stúlka – Efni á plötum

Piltur & stúlka – Endist varla Útgefandi: Tónsmiðja Tómasar og Ingunnar Útgáfunúmer: CD 007 Ár: 1995 1. Endist varla 2. Söngur næturdrottningarinnar 3. Einleikur 4. Mér líður 5. Töfrar dagsins 6. Manstu 7. Hugarsmuga 8. Fallin fegurð 9. Heimsmaður, hirðfífl 10. Söngur um tengsl 11. Þau trúa 12. Brenndar brýr 13. Gereikkaðíessu; aukalag Flytjendur: Ingunn…

Piltur & stúlka (1995)

Tvíeykið Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir sendu frá sér eina breiðskífu undir heitinu Piltur & stúlka haustið 1995 en platan vakti nokkra athygli. Tómas (f. 1971) og Ingunn (f. 1969) voru par á sínum tíma en höfðu hafið eiginlegt tónlistarsamstarf með þátttöku í undankeppni Eurovision keppninnar haustið 1991 fyrir keppnina sem haldin var 1992. Þar…

Afmælisbörn 8. júní 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrítugur í dag og á því stórafmæli. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…