Pinkowitz (1988-90)

Hljómsveitin Pinkowitz fór ekki hátt á meðan hún starfaði en afrekaði þó að koma við sögu á fjögurra laga plötu sem út kom haustið 1989. Pinkowitz var stofnuð snemma hausts 1988 í Menntaskólanum í Reykjavík og fór ekki mikið fyrir henni, sveitin lék þó í nokkur skipti opinberlega um veturinn 1988-89. Um vorið 1989 var…

Pjetur og Úlfarnir – Efni á plötum

Pjetur og Úlfarnir – “Plataðir” Hó! Eddi, halló, það er síminn [ep] Útgefandi: Festi Útgáfunúmer: Festi 001 Ár: 1978 1. Stjáni saxafónn 2. Where no plants grows 3. Borðstofubúkí 4. La Cartera Negra Flytjendur: Kristján Sigurmundsson – gítar Kjartan Ólafsson – söngur og bassi Pétur Jónasson – gítar Eggert Pálsson – trommur Stefán Stefánsson –…

Pjetur og Úlfarnir (1977-)

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir var upphaflega eins konar menntaskólaflipp, gaf síðan út stórsmellinn Stjána saxafón og hefur starfað með hléum síðan. Pjetur og Úlfarnir var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kjölfar kennaraverkfalls 1977 og lék framan af eingöngu á samkomum innan skólans. Á einu slíku balli sem haldið var í félagsheimilinu Festi í Grindavík…

Pís of keik – Efni á plötum

Veggfóður: erótísk ástarsaga – úr kvikmynd Útgefandi: Kvikmyndafélag Íslands Útgáfunúmer: KÍCD 1 Ár: 1992 1. Máni Svavarsson – Upphaf 2. Pís of keik – Árás 3. Síðan skein sól – Ég sé epli 4. Pís of keik – Fiðrildi og ljón 5. Sálin hans Jóns Míns – Brosið blíða 6. Pís of keik – Amonra…

Pís of keik (1990-94)

Danstónlist Pís of keik var áberandi á fyrstu árum tíunda áratugarins og átti sveitin nokkur lög á safnplötum og kvikmynd sem vöktu athygli en þegar breiðskífa kom út fjaraði undan henni. Pís of keik var verkefni Mána Svavarssonar (Gests og Ellyjar Vilhjálms) og Júlíusar Kemp kvikmyndagerðamanns en þeir félagar fengu til liðs við sig söngkonuna…

Pinkowitz – Efni á plötum

Pinkowitz – Tóm ást [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: sm/hf 016 Ár: 1989 1. Tvö þúsund og nítján 2. Stjörnuvalsinn 3. Tóm ást 4. Stjörnuvalsinn instr. Flytjendur: Páll Garðarson – saxófónn og hljómborð Jón Oddur Guðmundsson – söngur Frank Þ. Hall – gítar Ingólfur A. Magnússon – hljómborð Eiríkur Þórleifsson – bassi Kjartan Guðnason – slagverk

Plast [1] (1992-93)

Hljómsveitin Plast var skammlíf rokksveit sem starfaði 1992 og 93. Hún var hugsanlega frá Akranesi. Meðlimir Plasts voru Jón Bentsson bassaleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari og Þorbergur Viðarsson söngvari. Plast var ekki áberandi þann tíma sem hún starfaði en sendi þó frá sér þrjú lög sem komu út á safnsnældunni Strump 2 árið…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…

PKK – Efni á plötum

PKK – Sumar á Írlandi Útgefandi: Gránufélagið Útgáfunúmer: PKK cd 01 Ár: 1996 1. I tell me ma 2. Black velvet band 3. Stemma 1 4. Mormond braes 5. Dicey Reilly 6. Whiskey on a sunday 7. Stemma 2 8. Raggle taggle gipsy 9. Eileen og’ 10. Traveller 11. Stone outside Dan Murphys door 12.…

PKK (1996-2007)

Akureyska hljómsveitin PKK var upp á sitt besta í kringum síðustu aldamót og var lengi eins konar húshljómsveit á veitingastaðnum Við pollinn. PKK nafnið kemur fyrst upp í fjölmiðlum vorið 1996, en áður höfðu þeir félagar, Pétur Steinar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari og Kristján Ólafur Jónsson bassaleikari, byrjað sem dúettinn PK en þeir höfðu enn…

Afmælisbörn 17. júní 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…