Plast [1] (1992-93)

engin mynd tiltækHljómsveitin Plast var skammlíf rokksveit sem starfaði 1992 og 93. Hún var hugsanlega frá Akranesi.

Meðlimir Plasts voru Jón Bentsson bassaleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari og Þorbergur Viðarsson söngvari.

Plast var ekki áberandi þann tíma sem hún starfaði en sendi þó frá sér þrjú lög sem komu út á safnsnældunni Strump 2 árið 1993.