Tic tac (1982-86)

Tic tac

Hljómsveitin Tic Tac (Tikk Takk / Tik Tak) frá Akranesi starfaði að öllum líkindum á árunum 1982 – 86. Hún vakti fyrst á sér athygli á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 þótt ekki yrði árangurinn sérstakur þar.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bjarni Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarki Bentsson bassaleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari, Gunnar Ársælsson trommuleikari og Friðþjófur Árnason hljómborðsleikari, sem kom inn síðastur þeirra í bandið, haustið 1982.

Júlíus Björgvinsson tók við trommunum af Gunnari um það leyti er sveitin byrjaði að vinna sína fyrstu plötu, Poseidon sefur, en hún kom út 1984 og fékk mjög góða dóma í Morgunblaðinu. Kjartan Kjartansson stjórnaði upptökum en þær fóru fram í hljóðverinu Mjöt. Plötuumslagið var handgert. Á plötunni söng sveitin á ensku en áður höfðu þeir sungið á íslensku, þeir hófu aftur að syngja á íslensku eftir útgáfu hennar.

Tic Tac vann að annarri plötu 1985 en hún kom aldrei út og líklega lognaðist starfsemi hennar útaf smám saman 1986, sveitin spilaði þó alltaf mikið opinberlega, einkum á Reykjavíkursvæðinu.

Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Skagamenn skora mörkin, löngu síðar.

Efni á plötum