Terrance (1998)

engin mynd tiltækDúettinn Terrance var starfandi 1998 og lenti það árið í þriðja sæti Rokkstokk hljómsveitakeppninnar, sem haldin var í Keflavík. Í kjölfarið gaf sveitin út lög á safnplötunni Rokkstokk 1998.

Meðlimir sveitarinnar voru Guðmundur Bjarni Sigurðsson söngvari, gítarleikari og tölvumaður, og Örvar Þór Sigurðsson söngvari.