Tens (1989)

Tens

Hljómsveit úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhannes P. Davíðsson gítarleikari, Sigfús Höskuldsson trommuleikari, Jón Leifsson bassaleikari og Ásgeir Már Helgason söngvari.

Líklega höfðu einhverjar mannabreytingar átt sér stað áður en sveitin keppti þar en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.