Piflonkyd (1990-93)

Piflonkyd

Piflonkyd (einnig nefnd Piflon kid í fjölmiðlum) starfaði á Akureyri um tíma en sveitin var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri.

Meðlimir voru Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Ásbjörn Blöndal bassaleikari. Nafn sveitarinnar kom þannig til stöfununum úr hljómsveitarnafninu Pink Floyd var ruglað svo úr varð Piflonkyd.

Þeir félagar stofnuðu sveitina í Menntaskólanum á Akureyri fyrri hluta árs 1990 og tóku fljótlega þátt í Viðarstauk, tónlistarkeppni MA, sveitin var ennfremur virk í tónlistarlífi skólans.

Piflonkyd var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991 en tók ekki þátt þar sem hluti sveitarinnar lenti í bílslysi á leiðinni. Einnig stóð til að taka þátt í Músíktilraunum 1993 en úr því varð ekki heldur.

Piflonkyd lék á tónleikum í Reykjavík sumarið 1993 og var það líkast undir það síðasta sem sveitin starfaði.