Afmælisbörn 8. janúar 2023

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og fjögurra ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 11. júlí 2022

Átta afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 8. janúar 2022

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og þriggja ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 11. júlí 2021

Sjö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Íviður (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæmt ártal liggur ekki fyrir) mun hafa verið starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri en sveitina skipuðu þeir sömu og um svipað leyti störfuðu í Piflonkyd. Þetta voru þeir Ásbjörn Blöndal bassaleikari, Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari og Ómar Árnason trommuleikari. Hljóðfæraskipanin hér að framan miðast við Piflonkyd…

Frostrósir [2] (1978-80)

Ballhljómsveit sem bar nafnið Frostrósir starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega 1978 til 80. Sveitin er sérstök að því leyti að tónlist hennar þróaðist í allt aðra átt og varð síðar að nýbylgjusveit í drungalegri kantinum sem bar nafnið Þeyr. Frostrósir var stofnuð upp úr sveit sem bar nafnið Hattímas en í þeirri sveit voru þeir Sigurður…

Afmælisbörn 8. janúar 2021

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og tveggja ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Fellibylurinn Þórarinn (1976)

Fellibylurinn Þórarinn var hljómsveit tónlistarmanna á unglingsaldri og var í raun ein þeirra sveita sem síðar varð að Þey. Ekki liggur alveg ljóst hvenær Fellibylurinn Þórarinn var stofnaður en það gæti hafa verið árið 1975, hér er þó miðað við ári síðar en þá kom sveitin fram á tónleikum innan Menntaskólans við Tjörnina (síðar Menntaskólans…

Afmælisbörn 11. júlí 2020

Sjö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og eins árs gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 8. janúar 2020

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og eins árs í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…

Magnús Guðmundsson (1925-91)

Magnús Guðmundsson frá Hvítárbakka í Borgarfirði var líklega þekktastur fyrir annað en tónlist en eftir hann liggur ein hljómplata þar sem hann syngur Gluntasöngva ásamt Ásgeiri Hallssyni. Magnús fæddist 1925, nam við héraðsskólann í Reykholti og síðar við Verzlunarskóla Íslands en starfaði eftir stúdentspróf fyrir SÍS, Flugfélag Íslands og Íslenska aðalverktaka í Danmörku og Bandaríkjunum…

Viridian green (1993-97)

Hljómsveitin Viridian green (einnig stundum misritað Veridian green) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar með eins konar indí-rokki. Sveitin sem var úr Mosfellsbænum var stofnuð á fyrri hluta ársins 1993 og fór að koma fram um sumarið við nokkra eftirtekt. Meðlimir hennar voru Kristinn Rúnarsson trommuleikari, Sigtryggur [?] gítarleikari, Karl Bjarni Guðmundsson…

Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.

T-World (1988-97)

T-World var dúett sem var á tímabili áberandi í dansgeiranum en sveitin reyndi fyrir sér á erlendum vettvangi um tíma. Segja má að stofnun GusGus hafi verið upphafið að endalokum dúettsins. Sögu T-World má rekja allt aftur til 1988 en þá byrjuðu þeir Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) og Guðberg K. Jónsson að búa til og…

Þeyr [1] (1979-83)

Hljómsveitin Þeyr verður vafalaust alltaf þekktust fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík þar sem sveitin kyrjaði Rúdolf af miklum krafti í nasistabúningum eftir ógleymanlegt intró Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara. Margir þekkja einnig Killer boogie úr sömu mynd en þau tvö lög eru á engan hátt dæmigerð fyrir tónlist Þeys nema á þeim tímapunkti sem…

Samkór Neskaupstaðar [1] (1945-57)

Samkór var starfandi á Norðfirði í ríflega áratug á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það var Magnús Guðmundsson kennari á Neskaupstað sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins vorið 1945 en hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar og söng fyrst opinberlega á verkalýðssamkomu þann 1. maí eða einungis tveimur vikum eftir að hann hóf æfingar. Kórmeðlimir…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Plágan [2] (um 1975)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Plágan, og var líklega starfandi á höfuðborgarsvæðinu í kringum miðjan áttunda áratuginn. Magnús Guðmundsson, síðar söngvari Þeys, mun hafa verið í Plágunni en ekkert annað liggur fyrir um sveitina.

Piflonkyd (1990-93)

Piflonkyd (einnig nefnd Piflon kid í fjölmiðlum) starfaði á Akureyri um tíma en sveitin var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri. Meðlimir voru Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Ásbjörn Blöndal bassaleikari. Nafn sveitarinnar kom þannig til stöfununum úr hljómsveitarnafninu Pink Floyd var ruglað svo úr varð Piflonkyd. Þeir félagar…

Karlakór Norðfjarðar [1] (1944-47)

Heimildir eru af skornum skammti um Karlakór Norðfjarðar hinn fyrri en hann starfaði á árunum 1944-47 undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Ekki er ólíklegt að upphaf hans megi rekja til söngatriða á lýðveldishátíð í bænum.

Benny Crespo’s gang (2003 – )

Hljómsveitin Benny Crespo‘s Gang var stofnuð á Selfossi haustið 2003 af þeim Magnúsi Öder Kristinssyni bassaleikara (Stoneslinger), Helga Rúnari Gunnarssyni söngvara og gítarleikara, Magnúsi Guðmundssyni gítarleikara (Veðurguðirnir, Hölt hóra o.fl.) og Birni (Bassa) Sigmundi Ólafssyni trommuleikara (Stoneslinger, Envy of nova o.fl.), sá síðastnefndi er sonur Ólafs Þórarinssonar (Labba í Glóru). Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir söngvari, gítar-…