Gormar og Geiri (1968)

Hljómsveitin Gormar og Geiri starfaði í Kópavogi árið 1968 og var skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Valdimarsson bassaleikari (sem væntanlega var Geiri), Sigurvin Einarsson gítarleikari, Eggert Páll Björnsson [?], Gestur Ólafsson [?] og Þór Sævaldsson gítarleikari.

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…