Torrek (1971-72)

Torrek

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71.

Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan o.fl.), Sveinn Magnússon bassaleikari (Ernir, Fresh o.fl.) og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (Ernir o.fl.). Síðar bættist Þórir Haraldsson orgelleikari (Rekkar) í hópinn um haustið og Halldór Gunnarsson (Þokkabót o.fl.) tók líkast til við af honum og lék með Torrek í skamman tíma áður en sveitin hætti störfum snemma vors 1972.