Blúsband Þorleifs Gauks á Rósenberg

Blúsband Þorleifs GauksBlúsband Þorleifs Gauks kemur fram á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 4. júlí nk. klukkan 22:00.

Blúsband Þorleifs Gauk sló í gegn á Blúshátíð Reykjavíkur um páskana, með Þorleifi sem leikur sjálfur á munnhörpu auk þess að syngja, verða í för kontrabassaleikarinn og söngvarinn Colescott Rubin, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Birgir Baldursson slagverksleikari.

Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur starfað með tónlistarmönnum eins og KK, Kaleo, Victor Wooten, Bob Margolin, Vinum Dóra, Tómasi R. Einarssyni og mörgum fleirum. Síðast liðið haust hóf hann nám við Berklee College of music á fullum skólastyrk og er strax farinn að vekja athygli þar.

Aðgangseyrir er kr. 2000 og opnar húsið klukkan 21:00.