Spilliköttur (1983-85)
Hljómsveitin Spilliköttur var ein af þeim fjölmörgu tilraunakenndu sveitum sem störfuðu í kjölfar nýbylgjusenunnar í byrjun níunda áratugnum en hún var starfrækt í Kópavogi, vöggu pönksins. Meðlimir Spillikattar voru þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson saxófónleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en þeir voru þá á sama tíma einnig í hljómsveitinni Gakk, við fjórða mann.…