Tríó Hafdísar Kjamma (1999-2000)

Tríó Hafdísar Kjamma

Gítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir starfrækti um síðustu aldamót Tríó Hafdísar Kjamma.

Auk hennar voru í tríóinu Þórður Högnason kontrabassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en um var að ræða einhvers konar djasstríó, það kom fyrst fram á Menningarnótt sumarið 1999.