Blúshátíð í Reykjavík 2018 nálgast
Senn líður að hinni árlegu Blúshátíð í Reykjavík en hún fer fram í dymbilvikunni nú fyrir páska. Hátíðin hefur að geyma þrenna stórtónleika á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdag) og verður Klúbbur Blúshátíðar opinn eftir alla tónleikana þar sem gerast undur og stórmerki, þar sem reynsluboltar, ungliðar og frægir leynigestir hræra saman…