Afmælisbörn 30. apríl 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Sigfús gaf út fyrir nokkrum árum plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann, sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og má þar nefna…

Afmælisbörn 29. apríl 2018

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2018

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og sex ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Reif serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Reif í fótinn – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 520 Ár: 1992 1. Pís of keik – Undir áhrifum 2. 2 unlimited – Murphy’s megamix 3. Misteria – Who killed JFK 4. Rofo – Rofo’s theme (new beat edit) 5. Chariff – I love your smile 6. Cosmo crew – Show no shame 7. Twenty…

Kór Barnaskóla Akureyrar (1959-96)

Kór Barnaskóla Akureyrar starfaði í áratugi undir stjórn Birgis Helgasonar en hann tók við hlutverkinu af Björgvini Jörgenssyni sem hafði stofnað kórinn 1948 og stýrt honum í um tíu ár, í starfstíð Björgvins var gjarnan nefndur Barnakór Akureyrar en Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis. Kórinn er klárlega með þekktustu barnakórum sem starfað hafa hér…

Kór Barnaskóla Akureyrar – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Jólavaka [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon GEOK 254 Ár: 1967 1. Kom blíða tíð 2. Hátíð fer að höndum ein 3. Jólaguðspjallið (fyrri hluti) 4. Dýrð sé guði í upphæðum 5. Í Betlehem 6. Þá nýfæddur Jesús 7. Það aldin út er sprungið 8. Jólaguðspjallið (seinni hluti) 9. Sælir eru þeir,…

Túnis (1993-94)

Danshljómsveitin Túnis var húshljómsveit í Ártúni veturinn 1993 til 94. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar en söngkonan Anna Jóna [Snorradóttir ?] söng með þeim að minnsta kosti hluta þess tíma sem sveitin starfaði. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Túnis.

Túnfiskar – Efni á plötum

Túnfiskar – Í Öldutúni [ep] Útgefandi: Túnfiskar Útgáfunúmer: Öldurót 001 Ár: 1986 1. Í Öldutúni 2. Í Öldutúni (instrumental) 3. Syndaselurinn 4. Syndaselurinn (instrumental) Flytjendur: Nemendur úr Öldutúnsskóla – söngur Þorsteinn Jónsson – undirleikur    

Túnfiskar (1986)

Túnfiskar var sönghópur úr Öldutúnsskóla sem gaf út tveggja laga plötu vorið 1986 og naut nokkurra vinælda. Forsaga málsins er sú að krakkar af unglingastigi Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfðu flutt dagskrá í skólanum undir heitinu „Karnival“ á haustönn 1985 en sú dagskrá vakti það mikla athygli að Jón Gústafsson, sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu,…

Túrbó – Efni á plötum

Túrbó – K.Ö.M.M. [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Villt líf 2. Crazy rocker 3. Fönkarinn 4. Þrumur og eldingar 5. Ég hef selt mína sál 6. Atratus inhumanitas 7. Lýðveldi 8. Waiting 9. Childs blood 10. Instrumental Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Tvennir tímar (1991-99)

Ballsveitin Tvennir tímar starfaði mest allan tíunda áratug síðustu aldar og spilaði víðs vegar á dansstöðum, mestmegnis þó á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð sumarið 1991 og þá voru meðlimir hennar Hannibal Hannibalsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Kristinn Guðfinnsson söngvari og kassagítarleikari, Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Alfreð Lilliendahl bassaleikari. 1993 höfðu orðið þær breytingar á sveitinni…

Tveir heimar (1999-2000)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tvo heima sem starfaði á Akureyri í kringum aldamótin (1999 og 2000). Tveir heimar keppti í hljómsveitakeppni Rokkstokk 1999 sem haldin var í Keflavík og því er giskað á að meðlimir þessarar sveitar hafi verið fremur ungur að árum. Sveitin átti í framhaldinu lag á safnplötunni Rokkstokk…

Twilight toys (1985)

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.

Tweety – Efni á plötum

Tweety – Bít Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: 13158942 Ár: 1994 1. Sexy 2. Alein 3. Aðeins fyrir þig 4. Vegleysingi 5. Taktu mig! 6. Sama sagan 7. Gott mál 8. Ekkert mál 9. Lollypops 10. So cool Flytjendur: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar, raddir, forritun og hljómborð Andrea Gylfadóttir – söngur og raddir Máni Svavarsson –…

Tweety (1994-96)

Hljómsveitin Tweety var annar leggur af tveimur sem til varð þegar hljómsveitin Todmobile hætti störfum um áramótin 1993-94, hinn leggurinn hlaut nafnið Bong. Tweety byrjaði sem dansdúett en tveir þriðju hlutar kjarna Todmobile, Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hófu að vinna saman tónlist í upphafi árs 1994. Fyrsta afurð þeirra leit dagsins ljós á…

Tvöfalda beat-ið (1990-91)

Tvöfalda beat-ið (bítið) var skammlíf sveit sem lék soul og funk tónlist veturinn 1990 til 91. Það voru þeir Ólafur Hólm Einarsson trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Stefán Hilmarsson söngvari og Jón Ólafsson orgelleikari sem skipuðu sveitina en þeir tveir síðast töldu höfðu einmitt verið meðal stofnmeðlima Sálarinnar hans Jóns míns fáeinum árum…

Tvilimon (1990)

Engin leið er að finna upplýsingar um hljómsveitina Tvilimon sem keppti vorið 1990 í hæfileikakeppninni Viðarstauk sem nemendafélag Menntaskólans á Akureyri heldur utan um. Af mynd af sveitinni að dæma var Tvilimon tríó en allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Twist & bast – Efni á plötum

Twist & bast – Uppstökk Útgefandi: R-Músik Útgáfunúmer: CD 9603 Ár: 1996 1. Adam og Eva 2. Tengdó og ég 3. Andvaka 4. Aðeins sextán 5. Skálkaskjól 6. Regnið fylgir mér 7. Litla vina 8. Undrið ert þú 9. Slepptu mér 10. 18 ára 11. Því ertu svona uppstökk 12. Elskarðu mig enn á morgun…

Twist & bast (1995-96)

Hljómsveitin Twist & bast var áberandi á sveitaböllunum árið 1996 en það vor sendi sveitin frá sér plötu. Twist & bast var stofnuð 1995 gagngert til að gera út á ballmarkaðinn enda var hún skipuð gamalkunnum meðlimum með reynslu úr bransanum en þeir voru Sævar Sverrisson söngvari, Gestur Pálsson saxófónleikari, Jósep Sigurðsson píanóleikari, Magni Friðrik…

Unglingakór Selfosskirkju – Efni á plötum

Unglingakór Selfosskirkju – Margt er sér til gamans gert Útgefandi: Unglingakór Selfosskirkju Útgáfunúmer: US-02 Ár: 2001 1. Go down Moses 2. Margt er sér til gamans gert 3. Einum unni eg manninum 4. Eg vil lofa eina þá 5. Hvert örstutt spor 6. Nigra Sum 7. We rise again 8. Laudi alla Vergine Maria 9.…

Unglingakór Selfosskirkju (1993-2015)

Unglingakór Selfosskirkju var stofnaður upp úr öðrum kór, Barnakór Selfosskirkju þegar meðlimir kórsins komust á unglingsaldur. Svo virðist sem kórarnir tveir hafi um tíma verið starfandi sem ein eining enda kom hann stundum fram undir nafninu Barna- og unglingakór Selfosskirkju. Eftir 1995 virðist unglingakórinn þó hafa slitið sig alveg frá yngri kórnum en meðlimir gengu…

Afmælisbörn 26. apríl 2018

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um sex tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sextíu og átta ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar…

Afmælisbörn 25. apríl 2018

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fjörutíu og níu ára í dag en hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum um…

Karen Lovely á Bryggjunni brugghús

Karen Lovely, sem kom sá og sigraði á Blúshátíð Reykjavíkur 2016, leikur ásamt hljómsveit blústónlist af öllum stærðum og gerðum á Bryggjunni brugghús föstudagskvöldið 27. apríl nk. Hljómsveitin er skipuð Mark Bowden gítarleikara, Ben Rice gítarleikara, Róberti Þórhallssyni á bassa og Dave Melanie á trommur. Það má reikna með mikilli stemmningu á sviði enda Karen…

Afmælisbörn 24. apríl 2018

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er fimmtíu og átta ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar,…

Tónleikar og útgáfa plötu í tilefni af aldarafmæli Jórunnar Viðar

Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari hefði orðið 100 ára árið 2018, líkt og fullveldið. Af því tilefni munu Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, gefa út geisladisk með sönglögum hennar og halda tónleika dreift yfir árið víðs vegar innan landsteinanna sem utan, til að heiðra aldarminningu hennar. Þær Erla Dóra og Eva…

Afmælisbörn 23. apríl 2018

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextugur og á því stórafmæli í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmenn á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og tveggja ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að hasla sér…

Getraun 18 – Trúbrot

Lesendur Glatkistunnar geta spreytt sig á misþungum getraunum um íslenska tónlist. Nýverið bættist hljómsveitin Trúbrot í gagnagrunn vefsíðunnar og af því tilefni birtist hér Trúbrots-getraun.

Afmælisbörn 21. apríl 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Það er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað í…

Tryggvi Gunnar Hansen (1956-)

Fjöllistamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen á tónlistarferil að baki en á tíunda áratugnum kom hann að útgáfu þriggja platna. Tryggvi er fæddur á Akureyri 1956 og bjó nyrðra lengi vel, þar hófst myndlistaferill hans og hann varð einnig þekktur fyrir grjóthleðslufærni sína en hann hefur komið að ýmsum grjóthleðsluverkefnum í gegnum tíðina. Þá hefur hann starfað…

Tryggvi Þór Herbertsson (1963-)

Tryggvi Þór Herbertsson doktor í hagfræði og þingmaður sjálfstæðisflokksins á árunum 2009-2013 á sér tónlistartengda fortíð sem er ekki öllum kunn. Tryggvi (f. 1963) er fæddur og uppalinn á Norðfirði og þar steig hann fyrstu spor sín í tónlistinni, m.a. í hljómsveitinnni SKLF (Samkór Lögreglufélagsins) þar sem hann söng. Sú sveit vakti nokkra athyglu utan…

Tryggvi Gunnar Hansen – Efni á plötum

Tryggvi Gunnar Hansen – Seiður Útgefandi: Tryggvi Hansen Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1995 1. Aðdragandi: galdralag 2. Blótið kvatt: texti úr Völuspá 3. Yggdrasill: texti úr Völuspá og Hávamálum 4. Ómi fer á fjöll að finna Völu 5. Á Hróarskelduhátíð ’94; kveðið úr Völuspá / Allt veit ég Óðinn; texti úr Völuspá / Grænlandsvísur Sigurðar…

Tunglskinstríóið (1978)

Tunglskinstríóið var hljómsveit starfandi í Hagaskóla árið 1978. Meðlimir hennar voru þau Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson sem síðar voru í Purrki pillnikk og fleiri sveitum, og Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina), síðar í Orgil o.fl. Engar upplýsingar er að hafa um hljóðfæraskipan tríósins en hér er þó giskað á að Hanna Steina hafi sungið.…

Tröllabakkatríóið (1978)

Heimildir um Tröllabakkatríóið eru afar takmarkaðar og því auglýsir Glatkistan eftir nánari upplýsingum um þessa hljómsveit sem var starfandi sumarið 1978 og lék þá um verslunamannahelgina í Víðihlíð í Vestur-Húnavatnssýslu.

Tryggvi Tryggvason [2] (1942-)

Upptökumaðurinn Tryggvi Tryggvason er ekki með þekktstu hljóðversmönnum hér á landi en hann hefur um árabil skapað sér nafn meðal þeirra virtustu í klassíska geira tónlistarinnar og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Tryggvi (skírður Tryggvi Jóhannsson) fæddist á Íslandi 1942 en fluttist þriggja ára með fjölskyldu sinni til Bretlands við stríðslok 1945 en systir…

Tryggvi Tryggvason [1] – Efni á plötum

Tryggvi Tryggvason og félagar – Tryggvi Tryggvason og félagar 1 Útgefandi: Ríkisútvarpið  Útgáfunúmer: RÚV CD 009 Ár: 2003 1. Allt fram streymir 2. Seltjarnarnesið 3. Tárið 4. Ríðum sveinar senn 5. Nú sefur jörðin 6. Kostervalsinn 7. Hrafninn flýgur um aftaninn 8. Hann Árni er látinn í Leiru 9. Rennur sólin úr svalköldum geimi 10. Þrek og tár…

Tryggvi Tryggvason [1] (1909-87)

Söngvarinn Tryggvi Tryggvason var fremur þekktur hér fyrr á árum fyrir söng sinn í útvarpi ásamt félögum sínum, hann kom þó víðar við í sönglist sinni. Tryggvi (Frímann) Tryggvason fæddist 1909 í Gufudal á Barðaströnd en var iðulega kenndur við Kirkjuból, þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann lauk kennaranámi og hóf…

Tutto bene (1993)

Tutto bene var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði sumarið 1993. Meðlimir sveitarinnar voru söngkonurnar Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem þá höfðu sungið með hljómsveitinni Kandís, Grettir Sigurðsson [bassaleikari ?], Baldur Sigurðarson (Ofur Baldur) hljómborðsleikari og James Olsen trommuleikari.

Tussull – Efni á plötum

Tussull – Tussull lifir [snælda] Útgefandi: Tussull Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1992 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Tussull (1991-92)

Rokksveitin Tussull starfaði í um eitt ár á höfuðborgarsvæðinu og sendi á þeim starfstíma frá sér eina snældu. Nafn sveitarinnar, sem líklega var stofnuð í Verzló, poppar fyrst upp í fjölmiðlum haustið 1991 en engar upplýsingar finnast þó um hvenær hún var stofnuð nákvæmlega. Meðlimir hennar voru í upphafi Stefán Már Magnússon [gítarleikari?], Arnar Knútsson…

Turnover (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Turnover og gæti hafa verið starfandi í Vestmannaeyjum, hvenær liggur þó ekki fyrir. Hverjir meðlimir þessarar sveitar voru, hvenær hún starfaði og hversu lengi o.s.frv. væru upplýsingar sem væru vel þegnar.

Tunnubandið (1944-45)

Í Vestmannaeyjum við stríðslok var starfandi hljómsveit ungra tónlistarmanna í gagnfræðiskólanum í Vestmannaeyjum, sem sumir hverjir áttu síðar eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið í Eyjum og víðar. Það var vorið 1944 sem þeir Marinó Guðmundsson (kallaður þá Malli skó) trompetleikari, Gísli Hjálmar Brynjólfsson gítarleikari, Guðjón Kristófersson gítarleikari, Guðni A. Hermansen harmonikkuleikari, Björgvin Guðmundsson…

Afmælisbörn 19. apríl 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextug og á því stórafmæli, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrítug á þessum annars ágæta degi og á því sannkallað stórafmæli. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur…

Afmælisbörn 17. apríl 2018

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og sjö ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói

Nú halda Blúsmenn í Hafnarfjörð og halda tónleika í hinu frábæra tónleikahúsi, Bæjarbíói við Strandgötu, föstudagskvöldið 20. apríl. Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Sveitin er skipuð einvalaliði en auk Andreu skipa sveitina þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur…

Afmælisbörn 16. apríl 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og sjö ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…