Tvennir tímar (1991-99)

Tvennir tímar

Ballsveitin Tvennir tímar starfaði mest allan tíunda áratug síðustu aldar og spilaði víðs vegar á dansstöðum, mestmegnis þó á höfuðborgarsvæðinu.

Sveitin var stofnuð sumarið 1991 og þá voru meðlimir hennar Hannibal Hannibalsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Kristinn Guðfinnsson söngvari og kassagítarleikari, Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Alfreð Lilliendahl bassaleikari.

1993 höfðu orðið þær breytingar á sveitinni að Jón Fr. Birgisson hafði tekið sæti Alfreðs en Sigurður var þá hættur.

Engar upplýsingar er að finna um aðrar mannabreytingar í sveitinni eftir þetta en Tvennir tímar störfuðu allt til ársins 1999.