Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tvo heima sem starfaði á Akureyri í kringum aldamótin (1999 og 2000).
Tveir heimar keppti í hljómsveitakeppni Rokkstokk 1999 sem haldin var í Keflavík og því er giskað á að meðlimir þessarar sveitar hafi verið fremur ungur að árum. Sveitin átti í framhaldinu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999.
Sveitin spilaði nokkuð opinberlega á meðan hún starfaði en mestmegnis þó fyrir norðan.
Allar frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.