Twilight toys (1985)

Twilight toys

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku.

Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari.

Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.