Afmælisbörn 31. maí 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] – Efni á plötum

ABCD – ýmsir Útgefandi: Íslenskar hljómplötur Útgáfunúmer: ISH-003 Ár: 1979 / 2006 1. Allir krakkar 2. Ef væri ég söngvari 3. Ríðum heim til Hóla 4. Sigga litla systir mín 5. Kindur jarma í kofunum 6. Krumminn í hlíðinni 7. Fljúga hvítu fiðrildin 8. Fram fram fylking 9. Í grænni lautu 10. Vindum, vindum vefjum…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni…

Barnakór Reykhólaskóla [1] (1991-95)

Barnakór var starfræktur um tíma í Reykhólaskóla í Barðastrandarsýslu á tíunda áratug síðustu aldar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en hér er giskað á árin 1991 til 95 – líklega þó ekki samfleytt. Ragnar Jónsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans á Reykhólum var að öllum líkindum stjórnandi kórsins 1991 en Haraldur Bragason 1995, annað liggur ekki fyrir…

Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni. Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti,…

Barnakór Landakotsskóla [1] – Efni á plötum

Jan Morávek og hljómsveit – 14 barnalög [45 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar  Útgáfunúmer: EXP IM 102 Ár: 1962 1. Börn úr Brákarborg – Göngum upp að Gili 2. Börn úr Landakotsskóla – Afi minn fór á honum Rauð 3. Anna Ragnheiður – Fuglinn minn segir bí, bí, bí 4. Börn úr Landakotsskóla – Göngum við í…

Barnakór Landakotsskóla [1] (1961-69)

Erfitt er giska á nákvæmlega hvenær Barnakór Landakotsskóla starfaði en hér er giskað á árin 1961 til 69, hugsanlegt er jafnvel að hann hafi starfað mun lengur. Söng kórsins má heyra á tveimur plötum, annars vegar við undirleik Jans Morávek og hljómsveitar hans á plötunni 14 barnalög sem út kom 1962, hins vegar á sex…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1969)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.

Barnakór Seltjarnarneskirkju (1980-2012)

Barnakór starfaði á Seltjarnarnesi með hléum frá 1980 til 2012 og jafnvel lengur. Fyrsta áratuginn gekk kórinn undir nafninu Barnakór Seltjarnarness en þegar Seltjarnarneskirkja var vígð 1989 virðist sem starfsemin hafi færst inn í kirkjuna. Engar upplýsingar er að finna um stjórnendur kórsins frá 1980 til 90 en árið 1993 var Sesselja Guðmundsdóttir kórstjóri. Fljótlega…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [2] (1991-92)

Svo virðist sem Barnakór hafi verið starfandi innan Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli veturinn 1991-92 undir stjórn stjórn Agnesar Löve þáverandi skólastjóra en ekkert bendir til að starfsemi hans hafi náð yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um það óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] – Efni á plötum

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga – Ég bíð eftir vori [10″] Útgefandi: Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga Útgáfunúmer: BTR/ Ríma 002 Ár: 1982 1. Hafið bláa hafið 2. Nú líður sól til sævar 3. Ljúflingsdilla (sofi sofi) 4. Lítill leki 5. Nú hallar degi 6. Svíf þú fugl 7. Nú er vetur úr bæ 8. A.B.C.D. 9. Góð börn…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] (1976-87)

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli var um tíma einn af öflugri barnakórum landsins en þar spilaði inn í þáttur Sigríðar Sigurðardóttur stjórnanda og eiginmanns hennar Friðriks Guðna Þórleifssonar en þau hjónin lyftu grettistaki í rangæsku tónlistarlífi þegar þau tóku við Tónlistarskóla Rangæinga. Kórinn var stofnaður haustið 1976 og varð strax áberandi í rangæsku tónlistarlífi undir…

Afmælisbörn 30. maí 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og fjögurra ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2018

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er tuttugu og níu ára gamall á þessum degi. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu…

Afmælisbörn 28. maí 2018

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sextíu og níu ára á þessum degi. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2018

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2018

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og átta ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Afmælisbörn 25. maí 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi á stórafmæli dagsins en hún er fimmtug á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður…

Fimm þúsund færslur Glatkistunnar

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn og um fjörutíu til sextíu hljómsveitir og flytjendur bætast við hann í hverjum mánuði. Nú nýverið fór fimm þúsundasta færsla vefsíðunnar í loftið og má ætla að um þrjú þúsund þeirra séu hluti af gagnagrunninum, þar af eru ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð hljómsveitir, kórar o.s.frv. Elly Vilhjálms er vinsælasta…

Afmælisbörn 24. maí 2018

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á stórafmæli dagsins en hann er sjötugur á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands.…

Barnakór Húsavíkur [1] (1974-91)

Barnakór Húsavíkur starfaði á Húsavík í fjölmörg ár undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1974 og starfaði til ársins 1991 en lagðist þá í dvala. Hann var síðan endurvakinn mörgum árum síðar og var þá einnig undir stjórn Hólmfríðar. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þennan kór.

Barnakór Akureyrar [2] (1948-58)

Barnakór Akureyrar sem hér um ræðir er líklega þekktasti kórinn sem starfaði undir þessu nafni en hann hlaut frægð sem náði út fyrir landsteinana. Það var barnakólakennarinn Björgvin Jörgensson sem átti allan heiðurinn af kórnum en hann stofnaði hann í upphafi árs 1948 innan Barnaskólans á Akureyri, Björgvin hafði komið til starfa á Akureyri haustið…

Barnakór Borgarhólsskóla (1996-)

Barnakór hefur verið starfandi við Borgarhólsskóla á Húsavík frá árinu 1996 að minnsta kosti. Line Werner var stjórnandi kórsins lengi vel en Hólmfríður Benediktsdóttir hefur stjórnað honum síðustu árin. Ekki liggur fyrir hvort kórinn er starfandi ennþá en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni auk annarra upplýsinga um þennan kór.

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1960-62)

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar, einnig nefndur Friðrikskór starfaði í um tvö ár en hann var stofnaður Friðriki Bjarnasyni til heiðurs. Friðrik Bjarnason tónskáld hafði verið söngkennari við Barnaskólann í þrjátíu og sjö ár og á áttræðis afmæli hans haustið 1980 var ákveðið að stofna kór við skólann honum til heiðurs, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sem þá…

Barnakór Árbæjarkirkju [2] (2007-13)

Nokkurra ára hlé hafði orðið á barnakórastarfi innan Árbæjarkirkju snemma á 21. öldinni en 2007 var stofnaður þar nýr kór. Hann starfaði í fáein ár, fyrst var Jensína Waage stjórnandi kórsins en síðan Krisztina K. Szklená. Þessi kór starfaði líklega til ársins 2013.

Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild. Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt til ársins 1996, þá tók Margrét Dannheim við. Árið 1995…

Barnakór Akureyrar [1] (um 1925)

Um miðjan þriðja áratug síðustu aldar mun hafa verið barnakór starfandi á Akureyri en litlar sem engar heimildir er að finna um þennan kór. Allar tiltækar upplýsingar um þennan fyrsta Barnakór Akureyrar óskast sendar Glatkistunni.

Topp tíu listi Glatkistunnar #1 – Stemmingslög og íþróttir

Hér kemur til sögunnar fyrsti Topp tíu listi Glatkistunnar en sá listi er tileinkaður íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem nú er að fara á sitt fyrsta Heimsmeistaramót í knattspyrnu. Listinn hefur að geyma tíu lög sem skapast hefur stemming fyrir í tengslum við íþróttaviðburði landsliða og/eða íþróttafélög. Af einhverjum ástæðum hafa slík lög nánast einungis…

Barnakór Grindavíkur [1] (1977-81)

Barnakór Grindavíkur var öflugur kór sem fór víða þann tíma sem hann starfaði. Það var Eyjólfur Ólafsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur sem stjórnaði kórnum en hann starfaði á árunum 1977 til 81. Kórinn afrekaði það tvívegis að fara erlendis í söngferðalög, fyrst til Færeyja 1978 og svo ári síðar um Norðurlöndin. Einnig hélt kórinn tónleika…

Barnakór Borgarness [2] (1992-)

Barnakór Borgarness hefur verið starfandi síðan árið 1992 að minnsta kosti, fyrst lengi vel undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur en síðan hefur Steinunn Árnadóttir stjórnað honum. Kórinn er starfandi ennþá eftir því sem best verður að komist. Allar frekari upplýsingar um Barnakór Borgarness vantar og óskast sendar Glatkistunni.

Barnakór Borgarness [1] (1942-46)

Barnakór Borgarness var annar af tveimur barnakórum sem Björgvin Jörgensson stjórnaði og gerði landsfræga á sínum tíma. Björgvin þessi kom sem barnakennari til Borgarness og árið 1942 stofnaði hann Barnakór Borgarness. Honum tókst að gera kórinn á tiltölulega skömmum tíma nokkuð öflugan og orðspor hans barst víða, kórinn söng t.a.m. margsinnis á tónleikum í nágrannasveitunum…

Barnakór Akureyrar [2] – Efni á plötum

Barnakór Akureyrar [2] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika K 501 Ár: 1954 1. Á berjamó 2. Ég bið að heilsa Flytjendur: Barnakór Akureyrar – söngur undir stjórn Björgvins Jörgenssonar Arngrímur B. Jóhannsson – einsöngur Anna  G. Jónasdóttir – einsöngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Barnakór Akureyrar [2] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika K 502 Ár: 1954…

Barnakór Hvolsskóla [1] (1973-74)

Barnakór Hvolsskóla starfaði veturinn 1973-74 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar. Segja má að þessi kór hafi einungis verið undanfari annars kórs, Barnakór Tónlistarfélags Rangæinga sem þau hjónin, Sigríður og Friðrik Guðni starfræktu síðar um árabil á Hvolsvelli.

Barnakór Hlíðaskóla – Efni á plötum

Barnakór Hlíðaskóla – Jólaplata Hlíðaskóla [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 116 Ár: 1964 1. Það á að gefa börnum brauð 2. Jólasveinar ganga um gólf 3. Pabbi segir 4. Jólakvæði 5. Heims um ból 6. Komið þér hirðar 7. Bjart er yfir Betlehem 8. Gloria 9. Faðir gjör mig lítið ljós Flytjendur: Barnakór…

Barnakór Hlíðaskóla [1] (1958-76)

Ekki liggur alveg á hreinu hvenær Barnakór Hlíðaskóla starfaði nákvæmlega en það var að öllum líkindum á árunum 1958 til 76. Þar var söngkennarinn Guðrún Þorsteinsdóttir sem stýrði kórnum allan þann tíma sem hann starfaði en kórinn naut nokkurra vinsælda og var t.a.m. fenginn til að syngja í Ríkisútvarpinu í nokkur skipti, og eflaust einnig…

Barnakór Grindavíkurkirkju [1] (1990-98)

Barnakór Grindavíkurkirkju starfaði í nokkur ár í lok síðustu aldar en það kórastarf endaði með skyndilegum hætti í árslok 1998. Kórinn hafði verið stofnaður árið 1990 af Siguróla Geirssyni sem þá var nýtekinn við stöðu skólastjóra tónlistarskólans í Grindavík. Um þrjátíu börn skipuðu kórinn og hann naut fljótlega nokkurra vinsælda í heimabyggðinni. Vilborg Sigurjónsdóttir eiginkona…

Barnakór Grindavíkur [2] (1988)

Eitthvert barnakórastarf var í Grindavík eftir nokkurt hlé árið 1988 en áður hafði verið starfræktur kór innan tónlistarskólans í bænum undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Það var Eyjólfur sem stjórnaði þessum kór einnig en kórinn var starfandi innan Grunnskóla Grindavíkur og virðist ekki hafa verið langlífur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Strump-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Strump – ýmsir [snælda] Útgefandi: Veraldar keröld Útgáfunúmer: VK 02 Ár: 1990 1. Dr. Gunni – Nonni stubbur 2. Dr. Gunni – Kalli klessa 3. California Nestbox – Rauð jól 4. California Nestbox – Anna í Grænuhlíð 5. California Nestbox – Summertima love 6. Jolly Hotsperm & the Lipstick lovers – Spread your legs 7.…

Afmælisbörn 23. maí 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni hefði orðið sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum…

Afmælisbörn 22. maí 2018

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig hefur Eva Ásrún…

Afmælisbörn 21. maí 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2018

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið…

Afmælisbörn 19. maí 2018

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og tveggja  gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London í…

Heart 2 heart – Nei eða já [ep]

Heart 2 Heart – Nei eða já (Time after time) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: CDSND 92033 Ár: 1992 1. Time after time 2. Nei eða já 3. Wherever I go Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Sigrún Eva Ármannsdóttir – raddir Grétar Örvarsson – raddir og hljómborð Friðrik Karlsson – gítar Nigel Wright –…

Stefan og Eyfi – Nina [ep]

Stefan & Eyfi – Nina [ep] Útgefandi: Jupiter records Útgáfunúmer: 664350 / 114350 Ár: 1991 1. Nina (english version) 2. Nina (icelandic version) Flytjendur: Stefán Hilmarsson – söngur Eyjólfur Kristjánsson – söngur og raddir Jón Ólafsson – píanó Jóhann Ásmundsson – bassi Gunnlaugur Briem – trommur og ásláttur Stefán Hjörleifsson – gítar Jon Kjell Seljeseth…

Stjórnin – Eitt lag enn [ep]

Stjórnin – Iceland: Eurovision song contest ’90 [ep] Útgefandi: Skífan Scranta Útgáfunúmer: SAS 182 Ár: 1990 1. Eitt lag enn 2. One more song Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur Grétar Örvarsson – söngur Eiður Arnarsson – bassi Einar Bragi Bragason – saxófónn Jón Elvar Hafsteinsson – gítar Gunnlaugur Briem – trommur Jon Kjell Seljeseth –…