Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór Oddakirkju

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni.

Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti, sem var líklega árið 2011.

Barnakór Oddakirkju kom við sögu ásamt fjölmörgum öðrum flytjendum á plötu Ingibjargar Sigurðardóttur frá Bjálmholti, Heyrði ég í hamrinum, sem kom út árið 1997. Ekki er heldur óhugsandi að kórinn hafi sjálfur gefið út plötu en upplýsingar skortir um það.

Undir það síðasta höfðu komið börn úr Þykkvabæ bæst í kórinn og gekk hann þá undir nafninu Barnakór Odda- og Þykkvabæjarkirkna.

Allar leiðréttingar og viðbætur um Barnakór Oddakirkju eru vel þegnar.