Fimmtíu fyrstu söngvar [annað] – Efni á plötum

Barnakór og hljómsveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar – Leikum og syngjum: 10 lög úr bókinni „50 fyrstu söngvar“ [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH  45 – 1007 Ár: 1960 1. Nú vorljóðin óma 2. Góð börn og vond 3. Dýravísa 4. Næturljóð 5. Söngur englanna 6. Það aldin út er sprungið 7. Sólin sigrar…

Fimmtíu fyrstu söngvar [annað] (1960)

Tónlistarfrömuðurinn Ingólfur Guðbrandsson gegndi um tíma stöðu söngnámsstjóra og meðal verkefna hans þar var bókin Fimmtíu fyrstu söngvar en hún var kennslubók í söng fyrir yngstu nemendur grunnskóla. Ingólfur fékk listakonuna Barböru Árnason til að myndskreyta bókina sem fyrir vikið varð mun dýrari í framleiðslu en ætlað var í upphafi, hún kom út haustið 1960…

Bakkus konungur (1993)

Hljómsveit frá Hrísey, Bakkus konungur, starfaði vorið 1993 og var að líkindum þá skráð til leiks í Músíktilraunir Tónabæjar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er því hér með auglýst eftir þeim.

Bambino [1] (1962)

Hljómsveitin Bambino (einnig nefnd Bambino kvintett) starfaði sumarið 1962. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hugsanlega var Rútur Hannesson eitthvað viðriðinn hana. Sigurður Johnny söng  með sveitinni en annað liggur ekki fyrir um Bambino.

Balli og blómálfarnir (1987)

Hljómsveitin Balli og blómálfarnir starfaði í Reykjavík árið 1987 og átti þá tvö lög á safnsnældunni Snarl II. Ekki finnast upplýsingar um meðlimi sveitarinnar en þeir breyttu nafni hennar í Wapp og störfuðu mun lengur undir því nafni. Meðlimir þeirrar sveitar voru Einar Hreiðarsson, Páll Frímannsson og Pétur Magnússon en óvíst hvort þeir sömu skipuðu…

Baldur Kristjánsson (1922-84)

Píanóleikarinn Baldur Kristjánsson starfrækti og lék með fjölda hljómsveita um miðja síðustu öld. Baldur fæddist í Reykjavík 1922, hann var yngri bróðir Einars Kristjánssonar óperusöngvara og var alltaf svolítið í skugganum af honum. Hann lærði ungur á píanó hjá Páli Ísólfssyni, Victori Urbancic og Róbert Abraham (Róberti A. Ottóssyni) og lagði einnig stund á nám…

Baldur Georgs – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Konni [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 40 Ár: 1954 1. Ó elsku mey ég dey 2. Segðu mér sögu Flytjendur: Alfreð Clausen – söngur Baldur Georgs Tackás (Konni) – söngur kvartett Jan Morávek: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Alfreð Clausen og Konni Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 31…

Baldur Georgs (1927-94)

Margir þekkja varla nafn Baldurs Georgs nema brúðan Konni sé nefnd í sömu andrá en þeir eru eitt frægasta tvíeyki skemmtanabransans á Íslandi frá upphafi. Baldur hét fullu nafni Baldur Georgs Tackás en hann var hálf ungverskur, fæddur 1927 í Reykjavík. Hann var fremur ungur farinn að æfa töfrabrögð og kom fram fyrst opinberlega sem…

Baldur Geirmundsson – Efni á plötum

Hljómsveit BG Ísafirði – Haust Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2010 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Baldur Geirmundsson – hljómborð og harmonikka Samúel Einarsson – bassi Jón Hallfreð Engilbertsson – gítar Hólmgeir Jónsson – trommur Margrét Geirsdóttir – söngur Ingibjörg Guðmundsdóttir – söngur Benedikt Sigurðsson – söngur Karl Geirmundsson – söngur Svanfríður Arnórsdóttir…

Baldur Geirmundsson (1937-)

Tónlistarmaðurinn Baldur Geirmundsson hefur um áratuga bil verið einn af þekktustu sonum Vestfjarða en hann stýrði m.a. hljómsveit sinni BG-flokknum (BG & Ingibjörg o.s.frv.) sem naut nokkurra vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Baldur (Björn) Geirmundsson fæddist að Látrum í Aðalvík árið 1937 en fluttist níu ára gamall til Hnífsdal þar sem hann bjó fram…

Bandalög [safnplöturöð] – Efni á plötum

Bandalög – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 162818891/2 Ár: 1989 1. Sálin hans Jóns míns – 100.000 volt 2. Greifarnir – Strákarnir í götunni 3. Stjórnin – Ég finn það nú 4. Todmobile – Stelpurokk 5. Ný Dönsk –Vígmundur 6. Jójó – Stúlkan 7. Bítlavinafélagið – Mynd í huga mér 8. Greifarnir – Dag eftir dag…

Bandalög [safnplöturöð] (1989-98)

Bandalagaserían var safnplöturöð sem hljómplötuútgáfan Steinar hóf útgáfu á sumarið 1989. Með henni var einkum tilgangurinn að kynna efni sem vinsælustu söngvarar og hljómsveitir landsins (á vegum útgáfunnar) voru að senda frá sér, í bland við minni spámenn. Því voru eingöngu íslenskir flytjendur á Bandalögum, utan Bandalög 3 sem innihélt blöndu íslenskra og erlendra flytjenda.…

Band míns föður (1995-96)

Hljómsveitin Band míns föður var upphaflega ekki hugsuð til að koma fram opinberlega utan leiksýninga en sveitin var hluti af sýningunni Land míns föður sem Leikfélag Selfoss setti á svið veturinn 1995-96. Meðlimir hennar voru Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari, Helgi E. Kristjánsson gítarleikari, Jón Gunnar Þórhallsson trompetleikari, Eyþór Frímannsson básúnu- og trompetleikari og…

Bananas (1995)

Hljómsveitin Bananas starfaði í nokkra mánuði árið 1995 en hún var þá stofnuð upp úr annarri sveit, Viridian green. Bananas var stofnuð sumarið 1995 og lék þá í nokkur skipti opinberlega fram á haustið, meðlimir hennar voru Kristinn Rúnar Ingason trommuleikari, Sigurjón Georg Ingibjörnsson gítarleikari, Magnús Guðnason bassaleikari, Haraldur Unnar Guðmundsson gítarleikari og Karl Bjarni…

Bambino [2] (um 1965)

Hljómsveit skipuð ungum meðlimum var starfandi á Akureyri um eða fyrir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Bambino. Einn meðlima þeirrar sveitar var Gestur Pálsson en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana.

Bar 8 [1] (1983)

Hljómsveitin Bar 8 starfaði í skamman tíma á fyrri hluta ársins 1983. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Bangsímon (1974)

Hljómsveit að nafni Bangsímon var starfandi um tíma á Seyðisfirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, líklega 1974. Heimildir um þessa sveit er af skornum skammti en Kolbeinn Agnarsson var einn meðlima hennar og lék að öllum líkindum á trommur.

Bandóðir (1982)

Hljómsveitin Bandóðir var skammlíf sveit sem skartaði þekktum tónlistarmönnum, aðallega úr pönk- og rokkgeiranum og kom fram opinberlega í eitt skipti, á Melarokkshátíðinni sumarið 1982. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Erlingsson bassaleikari og Mike Pollock gítarleikari sem þá höfðu verið í sveitum eins og Utangarðsmönnum og Bodies, Ásgeir Bragason trommuleikari úr Purrki Pillnikk sem þá hafði…

Bandover (1994)

Árið 1994 var starfrækt hljómsveit á Akureyri sem bar nafnið Bandover. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og þeir sem hafa einhverjar mættu senda Glatkistunni línu.

Bandamenn [3] (1993)

Sönghópur kom fram á söngskemmtun á Hvoli á Hvolsvelli sumarið 1993 og kallaði sig þar Bandamenn. Engar upplýsingar liggja fyrir aðrar en að hópinn skipuðu sjö manns, og frekari upplýsingar væru því vel þegnar.

Bandamenn [2] (1991)

Dúettinn Bandamenn lék víða á krám höfuðborgarsvæðisins árið 1991 en virðist ekki hafa starfað lengi. Það voru þeir Gunnar Jónsson hljómborðsleikari og Ómar Hlynsson söngvari og gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.

Bandamenn [1] (1990-91)

Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…

Bara burt Reynir (1996-99)

Hljómsveitin Bara burt Reynir starfaði í nokkur ár og var hluti af þeirri rokksenu sem var þá var í gangi í Hafnarfirði. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá vorinu 1996 en þá sigraði hún hljómsveitakeppnina Fjörungann sem FÍH stóð fyrir í Hafnarfirði, sú keppni var þá haldin í annað skipti og var ætlað…

Afmælisbörn 9. maí 2018

Í dag eru afmælisbörn dagsins fimm talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er annar þeirra sem á stórafmæli dagsins en hann er níræður í dag, hann er upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að…