Bandalög [safnplöturöð] (1989-98)

Fyrsta Bandalaga platan

Bandalagaserían var safnplöturöð sem hljómplötuútgáfan Steinar hóf útgáfu á sumarið 1989. Með henni var einkum tilgangurinn að kynna efni sem vinsælustu söngvarar og hljómsveitir landsins (á vegum útgáfunnar) voru að senda frá sér, í bland við minni spámenn. Því voru eingöngu íslenskir flytjendur á Bandalögum, utan Bandalög 3 sem innihélt blöndu íslenskra og erlendra flytjenda.

Fyrsta platan seldist í ríflega 5000 eintökum sem þótti gott af sumarplötu og í kjölfarið fylgdu sjö slíkar plötur en sú síðasta, Bandalög 8 kom út 1998. Fyrstu plöturnar voru gefnar út á vínyl, snældu og geisladisk en síðar eingöngu á geislaplötuforminu.

Síðustu plöturnar voru gefnar út undir merkjum Spors.

Efni á plötum