Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] – Efni á plötum

ABCD – ýmsir Útgefandi: Íslenskar hljómplötur Útgáfunúmer: ISH-003 Ár: 1979 / 2006 1. Allir krakkar 2. Ef væri ég söngvari 3. Ríðum heim til Hóla 4. Sigga litla systir mín 5. Kindur jarma í kofunum 6. Krumminn í hlíðinni 7. Fljúga hvítu fiðrildin 8. Fram fram fylking 9. Í grænni lautu 10. Vindum, vindum vefjum…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni…

Barnakór Reykhólaskóla [1] (1991-95)

Barnakór var starfræktur um tíma í Reykhólaskóla í Barðastrandarsýslu á tíunda áratug síðustu aldar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en hér er giskað á árin 1991 til 95 – líklega þó ekki samfleytt. Ragnar Jónsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans á Reykhólum var að öllum líkindum stjórnandi kórsins 1991 en Haraldur Bragason 1995, annað liggur ekki fyrir…

Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni. Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti,…

Barnakór Landakotsskóla [1] – Efni á plötum

Jan Morávek og hljómsveit – 14 barnalög [45 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar  Útgáfunúmer: EXP IM 102 Ár: 1962 1. Börn úr Brákarborg – Göngum upp að Gili 2. Börn úr Landakotsskóla – Afi minn fór á honum Rauð 3. Anna Ragnheiður – Fuglinn minn segir bí, bí, bí 4. Börn úr Landakotsskóla – Göngum við í…

Barnakór Landakotsskóla [1] (1961-69)

Erfitt er giska á nákvæmlega hvenær Barnakór Landakotsskóla starfaði en hér er giskað á árin 1961 til 69, hugsanlegt er jafnvel að hann hafi starfað mun lengur. Söng kórsins má heyra á tveimur plötum, annars vegar við undirleik Jans Morávek og hljómsveitar hans á plötunni 14 barnalög sem út kom 1962, hins vegar á sex…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1969)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.

Barnakór Seltjarnarneskirkju (1980-2012)

Barnakór starfaði á Seltjarnarnesi með hléum frá 1980 til 2012 og jafnvel lengur. Fyrsta áratuginn gekk kórinn undir nafninu Barnakór Seltjarnarness en þegar Seltjarnarneskirkja var vígð 1989 virðist sem starfsemin hafi færst inn í kirkjuna. Engar upplýsingar er að finna um stjórnendur kórsins frá 1980 til 90 en árið 1993 var Sesselja Guðmundsdóttir kórstjóri. Fljótlega…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [2] (1991-92)

Svo virðist sem Barnakór hafi verið starfandi innan Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli veturinn 1991-92 undir stjórn stjórn Agnesar Löve þáverandi skólastjóra en ekkert bendir til að starfsemi hans hafi náð yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um það óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] – Efni á plötum

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga – Ég bíð eftir vori [10″] Útgefandi: Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga Útgáfunúmer: BTR/ Ríma 002 Ár: 1982 1. Hafið bláa hafið 2. Nú líður sól til sævar 3. Ljúflingsdilla (sofi sofi) 4. Lítill leki 5. Nú hallar degi 6. Svíf þú fugl 7. Nú er vetur úr bæ 8. A.B.C.D. 9. Góð börn…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] (1976-87)

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli var um tíma einn af öflugri barnakórum landsins en þar spilaði inn í þáttur Sigríðar Sigurðardóttur stjórnanda og eiginmanns hennar Friðriks Guðna Þórleifssonar en þau hjónin lyftu grettistaki í rangæsku tónlistarlífi þegar þau tóku við Tónlistarskóla Rangæinga. Kórinn var stofnaður haustið 1976 og varð strax áberandi í rangæsku tónlistarlífi undir…

Afmælisbörn 30. maí 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og fjögurra ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…