Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Barnakór Mýrarhúsaskóla

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni barnaárs 1979. Nokkrir meðlimir kórsins sungu einsöng á þessari plötu.

Haustið 1984 tók Margrét Pálmadóttir við söngstjórninni og var með kórinn næstu árin, jafnvel til ársins 1992 en upplýsingar um það liggja ekki nákvæmlega fyrir. Hluti kórsins söng það ár á plötunni Þegar þið eruð nálægt en sú hún innihélt efni eftir Ingva Þór Kormáksson. Kórinn fór einhvern tímann á starfstíma sínum í tónleikaferðalag um Ítalíu en söng víða hér heima.

Engar upplýsingar er að finna um kórinn á árunum 1992 til 2010 en síðarnefnda árið sameinaðist hann Barnakór Seltjarnarneskirkju, sameinaði kórinn starfaði í skamman tíma en fljótlega eftir það varð kórinn Litlu snillingarnir til upp úr Barnakór Mýrarhúsaskóla.

Efni á plötum