Barnakór Landakotsskóla [1] (1961-69)

Erfitt er giska á nákvæmlega hvenær Barnakór Landakotsskóla starfaði en hér er giskað á árin 1961 til 69, hugsanlegt er jafnvel að hann hafi starfað mun lengur.

Söng kórsins má heyra á tveimur plötum, annars vegar við undirleik Jans Morávek og hljómsveitar hans á plötunni 14 barnalög sem út kom 1962, hins vegar á sex laga plötu ári síðar við orgelundirleik Maríu Guðmundsdóttur en sú plata fór að öllum líkindum ekki í almenna sölu. Báðar plöturnar voru litlar (45 sn.) og komu út á vegum Íslenzkra tóna.

Séra Ágúst Georg var stjórnandi Barnakórs Landakotsskóla.

Efni á plötum