
Kápa Fimmtíu fyrstu söngva
Tónlistarfrömuðurinn Ingólfur Guðbrandsson gegndi um tíma stöðu söngnámsstjóra og meðal verkefna hans þar var bókin Fimmtíu fyrstu söngvar en hún var kennslubók í söng fyrir yngstu nemendur grunnskóla.
Ingólfur fékk listakonuna Barböru Árnason til að myndskreyta bókina sem fyrir vikið varð mun dýrari í framleiðslu en ætlað var í upphafi, hún kom út haustið 1960 en það var Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur sem annaðist útgáfuna.
Tíu laga lítil plata kom út í tengslum við útgáfu bókarinnar og hét hún Leikum og syngjum: 10 lög úr bókinni „50 fyrstu söngvar“ en á henni fluttu barnakór og hljómsveit undir stjórn Ingólfs hluta laganna úr bókinni.