Bara burt Reynir (1997-99)

Hljómsveitin Bara burt Reynir starfaði í nokkur ár og var hluti af þeirri rokksenu sem var þá var í gangi í Hafnarfirði.

Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina en það voru að minnsta kosti þeir Aron Vikar Arngrímsson bassaleikari, Haraldur Örn Sturluson trommuleikari og Bjarni Guðmann Jónsson gítarleikari, sem síðar stofnuðu hljómsveitina Úlpu ásamt Magnúsi Leifi Sveinssyni úr Stæner, sigurvegara Músíktilrauna 1998.

Hugsanlega voru fleiri meðlimir í sveitinni og upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.