Bananas (1995)

Bananas

Hljómsveitin Bananas starfaði í nokkra mánuði árið 1995 en hún var þá stofnuð upp úr annarri sveit, Viridian green.

Bananas var stofnuð sumarið 1995 og lék þá í nokkur skipti opinberlega fram á haustið, meðlimir hennar voru Kristinn Rúnar Ingason trommuleikari, Sigurjón Georg Ingibjörnsson gítarleikari, Magnús Guðnason bassaleikari, Haraldur Unnar Guðmundsson gítarleikari og Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni) söngvari og hljómborðsleikari. Sá síðast taldi varð síðar þekktur sem sigurvegari fyrstu Idol keppninnar sem haldin var hérlendis.