Svörtu sauðirnir [3] (2010)
Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.