Grísli & Friðrik (1987-88)

Hljómsveitin Grísli & Friðrik starfaði á Hellu á Rangárvöllum í fáeina mánuði veturinn 1987-88. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðjón Jóhannsson trommuleikari, Garðar Jónsson gítarleikari, Elís Anton Sigurðsson bassaleikari og Helgi Jónsson hljómborðsleikari. Sveitin starfaði í skamman tíma sem tríó eftir að Elís bassaleikari hætti í henni.

Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni. Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti,…

Karlakór Rangæinga [2] (1947-58)

Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin. Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra…

Munkar í meirihluta (1991-93)

Munkar í meirihluta var hljómsveit frá Hvolsvelli og Hellu, starfandi 1991-93. Sveitin var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Frk. Júlíu, og innihélt Jón Guðfinnsson bassaleikara (Land & synir o.fl.), Snæbjörn Rafnsson gítarleikara, Helga Jónsson hljómborðsleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara (Írafár, Rekkverk o.fl.) og Hafstein Thorarensen söngvara. Höskuldur Lárusson (Mikki refur, Spoon o.fl.) tók við söngnum af…