Munkar í meirihluta (1991-93)

Munkar í meirihluta3

Munkar í meirihluta

Munkar í meirihluta var hljómsveit frá Hvolsvelli og Hellu, starfandi 1991-93.

Sveitin var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Frk. Júlíu, og innihélt Jón Guðfinnsson bassaleikara (Land & synir o.fl.), Snæbjörn Rafnsson gítarleikara, Helga Jónsson hljómborðsleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara (Írafár, Rekkverk o.fl.) og Hafstein Thorarensen söngvara.

Höskuldur Lárusson (Mikki refur, Spoon o.fl.) tók við söngnum af Hafsteini snemma árs 1993 og söng þrjú lög sem sveitin átti á safnplötunum Landvættarokk og Suðurlandsskjálftinn og komu út það sama ár.

Munkarnir lögðu upp laupana sumarið 1993.