Durex [1] (1987-89)

Durex

Durex

Hljómsveitin Durex frá Hvolsvelli starfaði í nokkur ár í kringum 1990 og lék nokkuð á sveitaböllum þess tíma á Suðurlandi.

Durex var stofnuð haustið 1987 og hafði á að skipa í upphafi Lárus Inga Magnússon söngvara, Snæbjörn Reyni Rafnsson gítarleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara og bræðurna Guðmann Guðfinnsson hljómborðsleikara og Jón Guðfinnsson bassaleikara.

Einnig kom Steinunn Sveinsdóttir söngkona lítillega við sögu sveitarinnar í upphafi. Haustið 1988 gekk Helgi Jónsson hljómborðsleikari til liðs við sveitina en Guðmann hafði þá hætt nokkru fyrr. Þannig skipuð starfaði Durex til sumarsins 1989 þegar hún skipti um nafn og hét eftir það Frk. Júlía (og enn síðar Munkar í meirihluta).

Nokkrir meðlimir Durex áttu síðar eftir að spila með þekktum sunnlenskum sveitaballaböndum.