Grísli & Friðrik (1987-88)

Grísli & Friðrik

Hljómsveitin Grísli & Friðrik starfaði á Hellu á Rangárvöllum í fáeina mánuði veturinn 1987-88.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðjón Jóhannsson trommuleikari, Garðar Jónsson gítarleikari, Elís Anton Sigurðsson bassaleikari og Helgi Jónsson hljómborðsleikari. Sveitin starfaði í skamman tíma sem tríó eftir að Elís bassaleikari hætti í henni.