Guðlaugur Falk (1959-2017)

Gítarleikarinn Guðlaugur Falk (Gulli Falk) var nokkuð áberandi í íslensku rokki um tíma, vakti athygli með nokkrum hljómsveitum sínum og sendi frá sér sólóefni. Hann lést langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Guðlaugur Auðunn Falk fæddist í Bandaríkjunum haustið 1959, hann átti íslenska móður en bandarískan föður. Fljótlega fluttist fjölskyldan til Ítalíu og var…

Guðlaugur Falk – Efni á plötum

Guðlaugur Falk – Going to Paris Útgefandi: Weird Records Útgáfunúmer: WR001 Ár: 1998 1. Still waiting 2. I’ll be there 3. Pollution 4. Changes 5. Points of view 6. Going to Paris 7. Life 8. The dreamer 9. Seasons 10. My way 11. One sunny day 12. Ef ég væri geimvera Flytjendur: Steinarr Nesheim –…

Guðjón Matthíasson – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S. Guðnasyni og félögum hans [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 251 Ár: 1963 1. Sólbjartar nætur 2. Nú í kvöld 3. Piparsveinapolki 4. Suðurnesjavalsinn 5. Reykjavíkurþræll Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Guðni S. Guðnason og félagar: – Guðni S. Guðnason – harmonikka – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]…

Guðjón Weihe (1945-2022)

Nafn Guðjóns Weihe (f. 1945) er vel þekkt í Vestmannaeyjum og margir utan Eyjanna þekkja hann ágætlega fyrir framlag sitt til þjóðhátíðarlaganna en hann hefur samið allmarga texta við þau. Guðjón Weihe var kominn á fertugs aldur þegar hann kom út úr skápnum, eins og hann hefur orðað það sjálfur, sem texta- og ljóðahöfundur. Hann…

Guðjón Matthíasson (1919-2003)

Tónlistarmaðurinn Guðjón Matthíasson er stærra nafn í íslenskri tónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, á þriðja hundrað laga hans hafa komið út á plötum auk fjölmargra texta en auk þess er hann sá harmonikkuleikari hérlendis sem sent hefur frá sér flestar plötur, ýmist sem sólóhljóðfæraleikari og með hljómsveitum sínum. Guðjón Matthíasson fæddist á Einarslóni…

Guðjón Ingason (1977-)

Óskað er eftir upplýsingum um raftónlistarmanninn Guðjón Ingason (fæddur 1977), ekki er ólíklegt að hann hafi einnig kallað sig Fester. Árið 1996 sendi hann frá sér kassettuna Ambience í takmörkuðu upplagi, handskrifað textablað fylgdi útgáfunni en annað liggur ekki fyrir um þennan tónlistarmann. Efni á plötum

Guðjón Guðmundsson [3] – Efni á plötum

Guðjón G. Guðmundsson – Gaui Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 031 / SCD 031 / SMC 031 Ár: 1987 1. Á bak við fjöllin háu 2. Málverk af stúlku 3. Demantsbrúðan 4. Gatan auða 5. Sloppar 6. Argentína 7. Gamla Kína 8. Erfið nótt 9. Pípari kondu 10. Við vitum að allir ljúga (tileinkað hinni alþjóðlegu…

Guðjón Guðmundsson [3] (1963-)

Tónlistarmaðurinn Guðjón Guðmundsson var töluvert áberandi um miðbik níunda áratug síðustu aldar en hann sendi þá frá sér sólóplötu. Guðjón Gísli Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1963 og er yngri bróðir Magnúsar Guðmundssonar söngvara Þeys sem hafði verið áberandi í nýbylgjunsenunni upp úr 1980. Guðjón var á menntaskólaárum sínum farinn að koma fram einn með gítar…

Guðlaugur Laufdal (1960-)

Sjónvarpstrúboðinn Guðlaugur Laufdal var nokkuð þekktur í kringum síðustu aldamót fyrir tónlistarflutning sinn í predikunum á sjónvarpsstöðinni Omega. Guðlaugur Aðalsteinsson Laufdal (fæddur 1960) kemur upphaflega frá Húsavík og mun hafa starfað þar með hljómsveitum sem upplýsingar liggja reyndar ekki fyrir um. Þar í bæ rak hann reyndar skemmtistaðinn Laufið um tíma en flutti suður og…

Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Efni á plötum

Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Alone with guitar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar] Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Misc. Music Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar] Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Dense time Útgefandi: Guðlaugur Kristinn Óttarsson Útgáfunúmer: PN2005…

Guðlaugur Kristinn Óttarsson (1954-)

Tónlistar- og vísindamaðurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson er líkast til þekktastur fyrir framlag sitt með hljómsveitunum Þey og Kukli en hann hefur jafnframt sent frá sér sólóefni og starfað með fjölda annarra tónlistarmanna. Guðlaugur er fæddur í Reykjavík 1954 og er af gullsmiðaættum, í gullsmiðju afa síns komst hann í raun í fyrsta sinn í kynni…

Guðmundur Benediktsson (1951-)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur poppað upp í gegnum tíðina í margs konar mismunandi hlutverkum í íslensku tónlistarlífi, fyrst og fremst sem meðlimur fjölmargra þekktra hljómsveita en einnig sem fjölmiðlamaður. Guðmundur Franklín Benediktsson (f. 1951) kemur upphaflega frá Selfossi og þar í bæ steig hann sín fyrstu spor kornungur í tónlistarbransanum, fyrst sem gítarleikari Bimbó-tríósins sem…

Guðlaugur A. Magnússon (1902-52)

Guðlaugur A. Magnússon gullsmiður og tónlistarmaður var í framlínunni í íslensku tónlistarlífi á fyrri hluta síðustu aldar en hann lék þá með ýmsum hljómsveitum og var jafnframt öflugur í félagsstarfi tónlistarmanna sem þá var á upphafsárum sínum. Guðlaugur var föðurafi Guðlaugs Kristins Óttarssonar tónlistarmanns. Guðlaugur Asberg Magnússon fæddist á Fellsströnd haustið 1902 en fór á…

Guðmundur Emilsson (1951-)

Dr. Guðmundur Emilsson hefur komið víða við í íslenskri tónlist, fyrst og fremst í störfum sínum fyrir Ríkisútvarpið en einnig sem hljómsveitarstjóri og margt fleira. Guðmundur er fæddur 1951 í Reykjavík, sonur sr. Emils Björnssonar sem gegndi lengi störfum hjá Ríkisútvarpinu líkt og Guðmundur síðar. Hann lék með fáeinum hljómsveitum á unglingsárum sínum, var t.d.…

Afmælisbörn dagsins 20. maí 2020

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…