Græni bíllinn hans Garðars (1987-93 / 2001-)

Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars er líkast til þekktasta hljómsveit Bíldudals ásamt Facon en sveitin var öflug í ballspilamennsku á Vestfjörðum á árunum í kringum 1990. Kjarna sveitarinnar skipuðu nokkrir félagar á Bíldudal sem höfðu spilað nokkuð saman, og sumarið 1987 var sett saman sveit til að spila á böllum. Þetta voru þeir Þórarinn Hannesson…

Græni bíllinn hans Garðars – Efni á plötum

Græni bíllinn hans  Garðars – Endalaust Útgefandi: Menningarhópurinn Græni bíllinn hans Garðars Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2003 1. Bíldudalur bærinn minn 2. Endalaust 3. Hana dreymir 4. Svo lengi 5. Senjorinn 6. Inn í Otradal Flytjendur: Bjarni Þór Sigurðsson – gítar og raddir Þórarinn Hannesson – söngur, raddir og kassagítar G. Hjalti Jónsson – trommur…

Grunaðir um tónlist (1991-95)

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…

Grunaðir um tónlist – Efni á plötum

Grunaðir um tónlist – G.U.T. Útgefandi: Grunaðir um tónlist Útgáfunúmer: G.U.T. 001 Ár: 2000 1. Dagskrá kvöldsins 2. Þotuliðið 3. Eldurinn 4. Landnemar nútímans 5. Klikkuð kynslóð 6. Láttu mig í friði 7. Fangi 8. Nautnabelgur 9. Cant sit around Flytjendur: Svanur Leó Reynisson – söngur, gítar, raddir, tambúrína og bjalla Sveinn Björgvinsson – bassi,…

Grænir vinir (1991-2015)

Hljómsveitin Grænir vinir starfaði í Garðinum og var vinsæl ballsveit á Suðurnesjunum um nokkurt skeið en sveitin lék nokkuð á árshátíðum og þess háttar skemmtunum. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1991 en ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu hana þá utan þess að Birta Rós Arnórsdóttir var söngkona sveitarinnar líklega til ársins 2001 og einnig…

Guðbjörg Bjarnadóttir (1959-)

Guðbjörg Bjarnadóttir (fædd 1959) telst varla til þekktustu söngkvenna íslenskrar tónlistarsögu en hún kom þó nokkuð við sögu hennar á tíunda áratug síðustu aldar, annars vegar sem söngkona pöbbahljómsveitarinnar Ultra (Últra) og hins vegar á safnplötunni Lagasafnið no. 5: Anno 1996 þar sem hún söng erlent lag við íslenskan texta. Lítið hefur spurst til sönglistar…

Guð (1998)

Dúettinn Guð var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Það voru þeir Halldór H. Jónsson og Egill Anton Gústafsson tölvumenn sem skipuðu Guð, þeir léku eins konar drum‘n bass en komust ekki áfram í tilraunum. Guð var líklega skammlíf sveit.

Gröm (1994-95)

Hljómsveitin Gröm var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 en sveitin komst þó ekki í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grímur Hákonarson söngvari og bassaleikari, Finnur Pálmi Magnússon trommuleikari Einar Friðjónsson gítarleikari og Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari. Gröm starfaði áfram eftir Músíktilraunir, spilaði heilmikið á tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um sumarið og haustið og lifði…

Grænir vinir – Efni á plötum

Grænir vinir og Birta Rós Arnórsdóttir – Lífsins ljóð [ep] Útgefandi: Gerðahreppur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Lífsins ljós 2. Garðurinn er bestur Flytjendur: Friðrik Örn Ívarsson – [?] Sigurjón Georg Ingibjörnsson – [?] Jón Rósmann Ólafsson – [?] Birta Rós Arnórsdóttir – söngur

Guðirnir (1982)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Guðirnir en hún var starfandi sumarið 1982 og var skipuð fjórum piltum um tólf ára aldur. Tveir meðlimir sveitarinnar sendu póst til Vikunnar þar sem þeir spurðust fyrir um hvernig þeir gætu komist í samband við plötuútgefanda.

Guðgeir Björnsson (1954-)

Guðgeir Björnsson (f. 1954) er blústónlistarmaður á Egilsstöðum en þar hefur hann starfað um árabil m.a. með hljómsveitinni Bræðingi en einnig með hljómsveit í eigin nafni. Guðgeir hefur margsinnis komið fram á tónlistarhátíðum eystra s.s. Djasshátíð Egilsstaða, Norðurljósablús (blúshátíð Hornfirðinga) og Blúshátíð á Stöðvarfirði, bæði með hljómsveitum og einn á sviði. Þá hefur hann margoft…

Guðjón Guðmundsson [2] (1958-)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Guðjón Guðmundsson (f. 1958) en hann kemur við sögu á tveimur safnplötum, Lagasafninu 4 (1993) og Lagasafninu 6 (1997)  sem laga- og textahöfundur auk þess sem hann syngur lög sín (eitt þeirra ásamt söngkonunni Regínu Ósk Óskarsdóttur). Glatkistan óskar því hér með eftir frekari upplýsingum um Guðjón og…

Guðjón Guðmundsson [1] (1954-)

Guðjón Guðmundsson (fæddur 1954), einnig þekktur sem Gaupi er þekktur íþróttafréttamaður og hefur haft þann starfa til fjölda ára, áður var hann einnig þekktur sem liðsstjóri og aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk hjá Víkingi og landsliði Íslands í handknattleik. Sjálfur lék Guðjón, sem er reyndar trésmiður að mennt, handknattleik með Víkingi en hætti þegar hann var kominn…

Afmælisbörn 13. maí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…