Gröm (1994-95)

Gröm

Hljómsveitin Gröm var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 en sveitin komst þó ekki í úrslit keppninnar.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grímur Hákonarson söngvari og bassaleikari, Finnur Pálmi Magnússon trommuleikari Einar Friðjónsson gítarleikari og Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari.

Gröm starfaði áfram eftir Músíktilraunir, spilaði heilmikið á tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um sumarið og haustið og lifði líklega fram á nýtt ár, 1995.

1997 lék sveit með þessu nafni á tónleikum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en ekki liggur fyrir hvort um sömu sveit var að ræða.