Afmælisbörn 30. júní 2020

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma þrjú afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og níu ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Afmælisbörn 29. júní 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…

Afmælisbörn 28. júní 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmíu og eins árs gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Afmælisbörn 27. júní 2020

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrítugur í dag og á því stórafmæli, hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Afmælisbörn 26. júní 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…

Blús á Rosenberg í kvöld

Blúsfélag Reykjavíkur boðar til blústónleika í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. júní á Cafe Rosenberg á Vesturgötu 3, klukkan 20:30. Það er Beggi Smári Acoustic Band sem spilar ásamt Nick Jameson en auk Begga Smára (gítarleikara og söngvara) leika þeir Andri Guðmundsson á bassa og Ásmundur Jóhannsson á trommur í kvöld. Frítt inn.

Afmælisbörn 25. júní 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari úr Hafnarfirði er fjörutíu og sex ára í dag. Þekktasta sveit Ragnars er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en…

Gullý Hanna Ragnarsdóttir (1949-)

Tónlistarkonan Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir (Gullý Hanna) frá Akureyri hefur í fjölda áratuga starfað í Danmörku með vísnatónlist sem aukabúgrein en hún hefur sent frá sér fjöldann allan af plötum í gegnum tíðina þar sem hún syngur á íslensku og dönsku. Gullý Hanna (stundum einnig ritað Gully Hanna) fæddist á Akureyri 1949 og sleit barnsskónum þar…

Gullý Hanna Ragnarsdóttir – Efni á plötum

Gullý Hanna Ragnarsdóttir – Drømmen / Draumurinn Útgefandi: Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir Útgáfunúmer: Combi sound CD 041089 Ár: 1989 1. Stemningsbilleder 2. Til dig min ven 3. Dráttarhestar 4. Forårsdag i maj 5. Vinteraften på kroen 6. Gabriel 7. Stína 8. Fóstra mín 9. Hátíð 10. Moderust Flytjendur: Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir – söngur og raddir Henrik…

Gunnar Antonsson – Efni á plötum

Gunnar Antonsson – Ferðalög Útgefandi: Gunnar Antonsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Farinn 2. Besti 3. Haustljóð 4. Heim 5. Koldimmt 6. Heiðin 7. Kveðja 8. Mamma 9. Mín 10. Skellur Flytjendur: Gunnar Antonsson – söngur og gítar Haukur Nikulásson – raddir, gítarar, hljómborð og annar hljóðfæraleikur Nanna Marinósdóttir – raddir

Gunnar Antonsson (1952-)

Lítið liggur fyrir um tónlistarmanninn Gunna Antons eða Gunnar Antonsson eins og hann heitir réttu nafni. Gunnar er fæddur 1952 og var eitthvað viðloðandi tónlist á yngri árum, var þá í hljómsveit/um með Hauki Nikulássyni en á fullorðins árum starfræktu þeir félagar dúettinn Hættir, sem skemmti víða með söng og gítarleik. Árið 2001 sendi Gunnar…

Gunnar Hrafnsson (1957-)

Gunnar Hrafnsson hefur líklega leikið með fleiri hljómsveitum en flestir aðrir en hann er eftirsóttur bassaleikari og varla er djasstríó eða -kvartett sett saman án þess að kallað sé til hans, þá hefur hann leikið á fjölda platna af alls konar tagi. Hann hefur samhliða þessu verið öflugur í félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. í…

Guðrún Guðmundsdóttir [1] – Efni á plötum

Ingibjörg Þorbergs – Ingibjörg Þorbergs syngur barnalög ásamt Guðrúnu Guðmundsdóttur við undirleik Carls Billich Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 266 Ár: 1969 1. Hver myndi óttast 2. Vögguvísa 3. Ég sé tunglið allt úr tómum osti 4. Draumurinn hennar Dísu 5. Sexburarnir 6. Sólskin Flytjendur: Ingibjörg Þorbergs – söngur Guðrún Guðmundsdóttir – söngur barnakór – söngur Carl Billich – píanó

Guðrún Guðmundsdóttir [1] (1928-2013)

Guðrún Guðmundsdóttir var líklega þekktari í leikhúsheiminum en tónlistarheiminum en hún starfaði þó um tíma með Ingibjörgu Þorbergs þar sem þær skemmtu börnum með ýmsum hætti með söng og leikatriðum. Guðrún var fædd 1928 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, hún var gift leikaranum Klemenz Jónssyni og starfaði mest alla starfsævi sinnar á skrifstofu…

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir – Efni á plötum

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir – Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir sópran Útgefandi: Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir Útgáfunúmer: GSF 001 Ár: 1986 1. Vetur 2. Nótt 3. Sofnar lóa 4. Gígjan 5. Heyr það, unnusti minn 6. Kossavísur 7. Vertu guð faðir, faðir minn 8.Allt eins og blómstrið eina 9. Upp, upp mín sál 10. Sálmur 11. Bæn 12. Maria…

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir (1944-2007)

Sópran söngkonan Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir starfaði lengi á vegum kirkjukórasambandsins og söngmálastjóra og raddþjálfaði kóra víðs vegar um land, hún sendi einnig frá sér eina plötu. Guðrún Sigríður fæddist í Vestmannaeyjum árið 1944 en ólst upp fyrstu fjögur árin í Svíþjóð áður en hún flutti aftur heim til Íslands. Lengi vel var söngur ekkert sérstaklega…

Gunnar Erlendsson [1] (1900-74)

Ekki er mikið vitað um Vestur-Íslendinginn Gunnar Erlendsson sem kalla mætti framámann í tónlistarlífi Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Gunnar fæddist aldamótaárið 1900 að öllum líkindum á Íslandi en fluttist vestur um haf tvítugur að aldri. Hann menntaði sig í tónlist í Kaupmannahöfn en ekki liggur fyrir hvort það var eftir að hann fór til…

Gunk (1969-72)

Ekki finnast margar heimildir um hljómsveitina Gunk en hún starfaði á árunum 1969 til 72 og kom síðan aftur fram á sjónarsviðið mörgum áratugum síðar. Gunk var stofnuð haustið 1969 en kom ekki fram opinberlega fyrr en sumarið 1971, þá voru meðlimir sveitarinnar Ómar Óskarsson söngvari, Sverrir Konráðsson gítarleikari, Grímur Bjarnason trommuleikari og Ingólfur Margeirsson…

Gundog (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Gundog sem var meðal sveita sem léku á síðdegistónleikum í Hinu húsinu vorið 1997. Fyrir liggur að Gundog var fjögurra manna harðkjarnasveit og að Ívar Snorrason var bassaleikari hennar, hugsanlega er þetta sama sveit og gekk síðar undir nafninu Ungblóð en lesendur mega gjarnan senda Glatkistunni upplýsingar þ.a.l.

Guðrún Tómasdóttir – Efni á plötum

Guðrún Tómasdóttir – Sönglög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: KALP 57 / IT 341 Ár: 1978 / 2009 1. Þú eina hjartans yndið mitt 2. Máninn 3. Ég lít í anda liðna tíð 4. Sólarlag 5. Hrauntöfrar 6. Vorvindur 7. Barnið 8. Til næturinnar 9. Nóttin var sú ágæt…

Guðrún Tómasdóttir (1925-2022)

Guðrún Tómasdóttir sópran söngkona var með þekktustu einsöngvurum landsins síðustu aldar, hún sendi frá sér nokkrar plötur. Guðrún fæddist á Hólum í Hjaltadal vorið 1925 en ólst upp í Mosfellssveitinni. Sem unglingur var hún í skóla í Reykholti í Borgarfirði og þar söng hún í kór, og söng einsöng í fyrsta skipti opinberlega. Á unglingsárum…

Gunnar Erlendsson [2] (um 1940-)

Gunnar Erlendsson var einn fjölmargra ungra rokk- og dægurlagasöngvara sem spratt upp á sjónarsviðið í kjölfar rokkbylgjunnar upp úr 1955. Gunnar var líklega fæddur í kringum 1940 og var lýst sem Tommy Steele týpunni en hann kom þá gjarnan fram með gítar meðan hann söng. Gunnar kom líklega fyrst fram vorið 1957 og svo með…

Afmælisbörn 24. júní 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og eins árs afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Afmælisbörn 23. júní 2020

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2020

Fimm afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og átta ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2020

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og þriggja ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og þriggja ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu…

Afmælisbörn 19. júní 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og eins árs gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælisbörn 18. júní 2020

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtugur í dag og á því stórafmæli. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Guðmundur Steingrímsson er án nokkurs vafa einn allra þekktasti trommuleikari landsins en starfsferill hans náði í raun yfir flesta strauma og stefnur frá stríðslokum. Hann lék á trommur í mörgum af þekktustu dægurlagaperlum Íslendinga á sjötta áratugnum, starfaði sem session trommari um árabil, kenndi tónlist og spilaði djass frá hjartanu enda færasti swing trommuleikari sem…

Guðmundur Steingrímsson – Efni á plötum

Bob Magnusson group – Jazzvaka Útgefandi: Jazzvakning records Útgáfunúmer: JV 002 Ár: 1981 1. Seven specials 2. I´m getting sentimental over you 3. Þrír húsgangar 4. Móðir mín í kví kví 5. You’d be so nice to come home to Flytjendur: Guðmundur Ingólfsson – píanó Bob Magnússon – kontrabassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Viðar Alfreðsson – trompet og flygelhorn Rúnar Georgsson – saxófónn…

Guðrún Bergmann – Efni á plötum

Guðrún G. Bergmann – Efling orkustöðvanna [snælda] Útgefandi: Betra líf Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Efling orkustöðvanna: byrjunaræfing 2. Efling orkustöðvanna; frumanna Flytjendur: [engar upplýsingar um efni] Guðrún G. Bergmann – Endurforritun frumanna [snælda] Útgefandi: Betra líf Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Endurforritun frumanna 2. Endurforritun frumanna Flytjendur: [engar upplýsingar um efni] Guðrún…

Guðrún Bergmann (1950-)

Ferðamálafræðingurinn Guðrún G. Bergmann (f. 1950) sem margir þekkja í tengslum við hótelrekstur á Hellnum og umhverfisvæna ferðaþjónustu, hefur einnig komið að ýmsum þáttum sem tengist heilsueflingu og ræktun líkamans af ýmsu tagi, s.s. sjálfræktun, hugleiðslu og fleira, og hefur í því samhengi ritað bækur og þýtt um efnið, haldið námskeið og rekið verslunina Betra…

Guðrún Ágústsdóttir – Efni á plötum

Guðrún Ágústsdóttir og Dóra Sigurðsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1087 Ár: 1933 1. Sofðu unga ástin mín 2. Miranda 3. Vögguvísa Flytjendur: Guðrún Ágústsdóttir – söngur Dóra Sigurðsson – söngur  [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Guðrún Ágústsdóttir (1897-1983)

Guðrún Ágústsdóttir var ein fyrsta söngkonan hérlendis en hún var jafnframt framarlega í því félagsstarfi sem fólst í sönglífinu í borginni á fyrstu áratugum síðustu aldar. Guðrún fæddist árið 1897 á Ísafirði en fluttist með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur árið 1911 þegar hún var um fermingaraldur. Hún naut ekki mikillar tilsagnar í söngnum…

Guðmundur Valur Stefánsson – Efni á plötum

Guðmundur Valur Stefánsson – Valur Útgefandi: Guðmundur Valur Stefánsson Útgáfunúmer: HULA 001 Ár: 1999 1. Hvar er kjarkurinn? 2.Enginn annar 3. Hulan í hamrinum 4. Aleinn ég er 5. Síðasta íslenska jómfrúin 6. Svefneyjarbóndinn 7. Hinn fyrsti unaður 8. Kveðja 9. Þeir fundu þig 10. Lífið 11. Blómið 12. Stríð Flytjendur: Guðmundur Valur Stefánsson –…

Guðmundur Valur Stefánsson (1955-)

Guðmundur Valur Stefánsson er einn af einyrkjum íslenskrar tónlistarsögu, hann á að baki eina sólóplötu og kom stundum fram sem trúbador á sínum yngri árum. Guðmundur Valur er fæddur í Keflavík 1955, hann ólst þó upp fyrir norðan og var sem unglingur í hljómsveitinni Svörtu túlípönunum á Húsavík, og hugsanlega fleiri hljómsveitum. Hann er menntaður…

Gums (um 1995)

Hljómsveit sem bar nafnið Gums var starfandi á höfuðborgarsvæðinu, líklega um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit nema að Hjörvar Hjörleifsson var einn meðlima hennar Óskað er eftir frekari upplýsingum um Gums.

Gullkorn (um 1976)

Hljómsveitin Gullkorn ku hafa starfað innan Menntaskólans við Tjörnina um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin var að minnsta kosti starfandi 1976 og hugsanlega í nokkur ár eftir það, jafnvel til ársins 1979. Meðlimir Gullkorns/Gullkorna voru þeir Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari, Erling S. Kristmundsson trommuleikari og Hafsteinn Andrésson bassaleikari, ekki liggur fyrir…

Gullnar glæður [safnplöturöð] – Efni á plötum

Haukur Morthens – Gullnar glæður: Haukur Morthens Útgefandi: Taktur / Spor Útgáfunúmer: TD 006 & TK 006 / TD 006 Ár: 1988 / 1992 & 1994 1. Heima 2. Í faðmi dalsins 3. Stína, ó Stína 4. Landleguvalsinn 5. Eldur í öskunni leynist 6. Kaupakonan hans Gísla í Gröf 7. Bjössi kvennagull 8. Ég er…

Gullnar glæður [safnplöturöð] (1988-91)

Þegar útgáfufyrirtækið Taktur eignaðist útgáfuréttinn á helstu perlum íslenskrar tónlistarsögu fór af stað ferli sem miðaði að því að endurútgefa þessa gömlu tónlist á geisladiskum en þá hafði mikið af þessari tónlist verið ófáanlegt í marga áratugi og aldrei komið út á geislaplötum. Safnplötuserían Gullnar glæður var liður í þessari viðleitni og störfuðu m.a. Gunnar…

Gulu skórnir hans Gilla (1993)

Lítið liggur fyrir um hljómsveit sem bar nafnið Gulu skórnir hans Gilla og lék á Listahátíð Fellahellis, sem haldin var vorið 1993. Sveitin lék þar á „þyngra sviði“ svo reikna má með að tónlist sveitarinnar hafi verið í þyngri kantinum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar sem að öllum líkindum hefur…

Gullna liðið [félagsskapur] (2003-)

Árið 2003 var settur á stofn aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns en sveitin átti þá fimmtán ára afmæli og var klúbburinn stofnaður af því tilefni Hann hlaut nafnið Gullna liðið, sem var eins konar tilbrigði við titil safnplötu sveitarinnar frá 1998 sem hét Gullna hliðið (sem aftur var skírskotun í leikgerð Davíðs Stefánssonar frá…

Gullkorn [safnplöturöð] – Efni á plötum

Glenn Miller – Gullkorn Glenn Miller Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VAL 10 Ár: 1986 1. In the Mood 2. American Patrol 3. Moonlight Serenade 4. Pennsylvania 6-5000 5. Johnson Rag 6. I got Rhythm 7. Tuxedo Juction 8. Chattanooga Choo Choo 9. Sunrise Serenade 10. Little Brown Jug 11. St. Louis Blues March 12. Don’t sit…

Gullkorn [safnplöturöð] (1986)

Árið 1986 sendi Skífan frá sér tvær safnplötur, annars vegar með Glenn Miller og hins vegar Elvis Presley undir titlinum Gullkorn. Aðeins komu út tvær plötur í þessari safnplötuseríu en hugsanlega var hún sett af stað með fleiri plötur í huga. Efni á plötum

Afmælisbörn 17. júní 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og eins árs gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 16. júní 2020

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og átta ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Afmælisbörn 14. júní 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og þriggja ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2020

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og átta ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…