Afmælisbörn 24. júní 2020

Þorgils Björgvinsson

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og eins árs afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og hætti 2009.

Þá á Þorgils Björgvinsson gítarleikari fjörutíu og átta ára afmæli í dag. Þekktasta hljómsveit Þorgils er Sniglabandið en hann hefur annars leikið með ógrynni þekktra og óþekktra hljómsveita frá unga aldri s.s. Tríói Jóns Leifssonar, Hvatberum, Sexmönnum, Lýsi, Royal og Foringjunum. Hann hefur ennfremur leyst af tímabundið í sveitum eins og Dans á rósum, Buff og Nýdanskri, auk þess sem gítarleik hans er að finna á fjölmörgum hljómplötum.