Getraun 22 – Plötuumslög pönksins, nýbylgjunnar og afsprengja þeirra

Lesendur Glatkistunnar geta spreytt sig á misþungum getraunum um íslenska tónlist. Hér eru tuttugu spurningar sem varða umslög platna tengdar pönkinu og nýbylgjunni um og upp úr 1980.

Afmælisbörn 31. júlí 2020

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og fimm ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Andlát – Gísli Rúnar Jónsson (1953-2020)

Gísli Rúnar Jónsson er látinn, sextíu og sjö ára að aldri. Gísla Rúnars verður fyrst og fremst minnst sem skemmtikrafts, leikara, leikstjóra, þýðanda og höfundar skemmtiefnis af ýmsu tagi en hann kom einnig við sögu á fjölmörgum hljómplötum á ferli sínum, bæði sem sólólistamaður og í samstarfi við aðra listamenn eins og Úllen dúllen doff…

Afmælisbörn 29. júlí 2020

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sjö ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2020

Í dag eru á skrá Glatkistunnar átta tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2020

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og sex ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2020

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2020

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Gunnar Þórðarson – Efni á plötum

Þuríður & Pálmi – syngja lög eftir Gunnar Þórðarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 054 Ár: 1972 1. Óskastjarnan 2. Bláu augun þín 3. Opnaðu 4. Lít ég börn að leik 5. Ég vil að þú komir 6. Ástarsæla 7. Minningar 8. Er hún birtist 9. Ég elska alla 10. Frelsi andans 11. Í dag 12. Lífsgleði Flytjendur: Þuríður…

Gunnar S. Hervarsson – Efni á plötum

Abbababb – Gargandi snilld Útgefandi: Abbababb Útgáfunúmer: AB-CD 001 Ár: 1999 1. G-lagið 2. Ung og áköf 3. Akraborgin 4. Diskókóngurinn 5. Jeg elsker fludeskum 6. Ingi 7. Hey you 8. Á kvöldin er ég kona 9. Undrabarnið Guðjón 10. Tilgangur lífsins 11. Undrabarnið Guðjón gefst ekki upp 12. Á tónleikum 13. Heimurinn versnandi fer…

Gunnar S. Hervarsson (1974-)

Gunnar Sturla Hervarsson kennari á Akranesi (f. 1974) hefur verið virkur í menningarlífinu á Skaganum, bæði í leiklistinni og tónlistinni í bænum um árabil. Gunnar var á menntaskólaárum þegar fyrst kvað að honum en hann var þá í Fjölbrautaskóla Akraness og var afar virkur í félagslífi skólans, tók þátt í leiklistinni innan hans og tónlistinni…

Gunnar Thoroddsen (1910-83)

Stjórnmálaskörungurinn Gunnar Thoroddsen kom víða við í heimi stjórnmálanna á sínum tíma en hann var jafnframt áhugamaður um tónlist og aðra menningu, og samdi tónlist sjálfur sem komið hefur út á plötum. Gunnar Sigurðsson Thoroddsen fæddist í Reykjavík 1910, hann lauk lögfræðinámi, starfaði sem lögfræðingur og síðar hæstaréttardómari og gegndi um tíma prófessastöðu við Háskóla…

Gunnar Thoroddsen – Efni á plötum

Tónlist Gunnars Thoroddsen – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 041 Ár: 1983 1. Gunnar Kvaran og Monika Abendroth – Melankoli 2. Kristinn Sigmundsson – Veistu að þín ástkæru augu 3. Kristinn Sigmundsson – Í sannleik 4. Karlakórinn Stefnir – Nei, smáfríð er hún ekki 5. Karlakórinn Stefnir – Litfríð og ljóshærð 6. Karlakórinn Stefnir –…

Gunni og Dóri – Efni á plötum

Gunni og Dóri – Lucky man / I‘m just a boy [ep] Útgefandi: Mók records Útgáfunúmer: MÓK 001 Ár: 1975 1. Lucky man 2. I´m just a boy Flytjendur: Gunnar Friðþjófsson – söngur og gítar Halldór Guðjónsson – söngur og gítar

Gunni og Dóri (1973-75)

Tveir félagar úr Hafnarfirði, Gunnar Friðþjófsson og Halldór Guðjónsson starfræktu um tveggja ára skeið að minnsta dúettinn Gunni og Dóri, það samstarf hófst líklega árið 1973 innan KFUM starfsins í Hafnarfirði en þeir munu hafa verið saman einnig í Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar. Gunni og Dóri komu margsinnis fram og skemmtu opinberlega með eins konar þjóðlagapoppi og…

Gunnbjörg Óladóttir – Efni á plötum

Fjölskyldan fimm – Heyr þú minn söng Útgefandi: Samhjálp Útgáfunúmer: SAM 004 Ár: 1984 1. Heyr þú minn söng 2. Ég á himneskan frið 3. Nú er veturinn liðinn 4. Lát þú hönd þína í hans 5. Minn frið gef ég yður 6. Faðir vor 7. Ég er svo kátur 8. Guð er kærleikur 9.…

Gunnbjörg Óladóttir (1964-)

Gunnbjörg Óladóttir var á sínum yngri árum áberandi í starfi Samhjálpar þar sem hún kom oft fram á samkomum með söng og gítarleik, hún söng inn á plötur tengt starfinu og þar á meðal má finna fyrstu ábreiðu-útgáfuna af laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen en í dag telst fólk víst ekki fullgilt tónlistarfólk fyrr en…

Gvendur káti (1990-95)

Fáar heimildir finnast um hljómsveitina Gvend káta en hún starfaði á Suðurnesjunum, annars vegar árið 1990, hins vegar 1995. Sveitin mun hafa annast undirleik í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1990 og svo spyrst ekkert til hennar fyrr en 1995 er hún skemmti í Grindavík. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan…

Gúndi – Efni á plötum

Gúndi – Það sem mér er kærast: What I hold dear Útgefandi: Gúndi Útgáfunúmer: GG 001 Ár: 1998 1. María 2. Krummi 3. Horfinn dagur 4. Svik 5. Huldukarl 6. Af hverju 7. What I hold dear 8. Á knæpunni 9. Uppvöxtur 10. Hangover 11. F-ið 12. Jólafsvík 13. It’s over 14. Higher power Flytjendur:…

Gúndi (1954-)

Guðmundur Heimir Gunnarsson tónlistarmaður birtist undir lok síðustu aldar með sólóplötu undir listamannsnafninu Gúndi, henni var lítið fylgt eftir og hann hefur ekki látið á sér kræla eftir það enda búsettur erlendis. Litlar upplýsingar er að finna um Gúnda (f. 1954), hann virðist eiga rætur að rekja til Ólafsvíkur en hann hefur búið vestur í…

Gylfi Þ. Gíslason [1] – Efni á plötum

Róbert Arnfinnsson – Við sundin blá: Róbert Arnfinnsson flytur ljóð eftir Tómas Guðmundsson við lög eftir Gylfa Þ. Gíslason Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 48 Ár: 1974 1. Ég leitaði blárra blóma 2. Hanna litla 3. Nótt 4. Tryggð 5. Í vesturbænum 6. Um sundin blá 7. Fyrir átta árum 8. Við Vatnsmýrina 9. Þjóðvísa Flytjendur: Róbert Arnfinnsson – söngur…

Gylfi Þ. Gíslason [1] (1917-2004)

Gylfi Þ. Gíslason var margt í senn, doktor í hagfræði, stjórnmálamaður og ráðherra, hugsjónamaður þegar kom að menningu, og tónskáld. Eftir hann liggja um þrír tugir sönglaga útgefin á plötum. Gylfi Þorsteinsson Gíslason fæddist 1917 í Reykjavík. Hann lauk hagfræðiprófi og síðar doktorsgráðu í þjóðhagfræði og starfaði sem virtur fræðimaður í hinu akademíska samfélagi um…

Gyllinæð – Efni á plötum

Gyllinæð / Alsæla – [split-ep] Útgefandi: Gyllinæð Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Gyllinæð – Gamall maður í hjólastól 2. Gyllinæð – Kristjana 3. Gyllinæð – Djöfulskarl með sleggju 4. Alsæla – Þorraþræll Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Gyllinæð (1999-2000)

Dauðapönksveitin Gyllinæð náði nokkurri athygli í kringum aldamótin en þá nánast eingöngu fyrir annað en tónlistina sem þeir fluttu. Sveitin var stofnuð vorið 1999 meðal þriggja fjórtán og fimmtán ára vina í Réttarholtsskóla, Daníels Ívars Jenssonar gítarleikara, Ágústs Hróbjarts Rúnarssonar söngvara og Magnúsar Arnar Magnússonar trommuleikara og virðist tilgangurinn upphaflega hafa verið sá að taka…

Gylfi Þ. Gíslason [2] – Efni á plötum

Gylfi Þ. Gíslason – Með mínu lagi Útgefandi: Gylfi Þór Gíslason Útgáfunúmer: GÞG01 Ár: 2006 1. Í fjarlægð 2. Ó blessuð vertu sumarsól 3. Draumalandið 4. My way 5. Spanish eyes 6. It‘s now or never 7. Hún hring minn ber 8. Tondeleyó 9. Ave María 10. Faðir vor Flytjendur: Gylfi Þ. Gíslason – söngur…

Gylfi Þ. Gíslason [2] (1949-2021)

Gylfi Þór Gíslason íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari á Selfossi hafði iðkað söng með kórum og víðar til fjölda ára, draumur hans um útgáfu plötu með uppáhalds lögum sínum rættist árið 2006 en hann hafði þá barist við Parkison-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. Gylfi Þór var fæddur (1949) og uppalinn á Selfossi, hann lék knattspyrnu á yngri…

Götz (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Götz en hún var ein fjölmargra sveita sem lék á útitónleikum í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1994. Hálfdan Ingvarsson var söngvari og gítarleikari þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana.

Afmælisbörn 22. júlí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2020

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og átta ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Afmælisbörn 20. júlí 2020

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötugur á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi Þór Sigmundssyni, Graham…

Afmælisbörn 19. júlí 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og sex ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 18. júlí 2020

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru sex talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann er sextíu og átta ára gamall í dag. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2020

Í dag eru þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Einar (Einarsson) Markan baritónsöngvari (f.…

Afmælisbörn 16. júlí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og sjö ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Gunnar Reynir Sveinsson (1933-2008)

Tónlistarferli Gunnars Reynis Sveinssonar hefur gjarnan verið skipt upp í tvö tímabil, annars vegar skeið sem hann starfaði sem hljóðfæraleikari í djass- og danshljómsveitum og hins vegar tónskáldatímabilið sem segja má að hafi hafist um leið og hinu fyrra lauk. Hann þótti afar fær á báðum sviðum og hefur jafnan verið nefndur sem upphafsmaður kammerdjassins…

Gunnar Reynir Sveinsson – Efni á plötum

Samstæður: Kammerjazz eftir Gunnar Reyni Sveinsson Útgefandi: Jazzvakning Útgáfunúmer: JV 001 Ár: 1978 1. Frumvarp til laga um almennan söng á þjóðvegum 2. Samræmt göngulag fornt 3. Hámarksverð á nótum 4. Lag án ljóðs 5. Nýtt bráðabirgðalag 6. Að ófengnum skáldalaunum Flytjendur: Gunnar Ormslev – saxófónar og flauta Jósef Magnússon – flauta Reynir Sigurðsson –…

Gunnar Pálsson – Efni á plötum

Gunnar Pálsson – Draumur hjarðsveinsins / Við sundið [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1093 Ár: 1933 1. Draumur hjarðsveinsins 2. Við sundið Flytjendur: Gunnar Pálsson – söngur [engar upplýsingar um undirleikara] Karlakórinn Geysir – Loreley / Víkingasöngvar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 510 Ár: 1933 1. Loreley 2. Víkingasöngvar (úr óp.…

Gunnar Pálsson (1902-96)

Tenórsöngvarinn Gunnar Pálsson (Gunnar R. Pálsson) var eins konar vonarstjarna Akureyringa á fyrri hluta síðustu aldar, hann fluttist til Ameríku en aðrir hlutir freistuðu líklega meira en frægð og söngframi svo minna varð úr söngferli hans en ella hefði getað orðið. Söng hans má þó heyra á fáeinum plötum, þeirra á meðal er stórsmellur Gunnars,…

Gunnar Óskarsson [2] – Efni á plötum

Gunnar Óskarsson – Blankalogn Útgefandi: Gunnar Óskarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Götustelpan 2. Hótel Hveragerði 3. Fæðing sukkarans 4. Blankalogn 5. Þér kæra sendir kveðju 6. Koddaver 7. Jón í Hrísey 8. Alkablús 9. Piparreglan 10. Skyldi hann rigna Flytjendur: Gunnar Óskarsson – söngur, raddir og gítar Pálmi Gunnarsson – söngur, bassi og…

Gunnar Óskarsson [2] (1959-)

Gunnar Óskarsson var nær algjörlega óþekktur tónlistarmaður búsettur í Þorlákshöfn þegar hann sendi frá sér plötuna Blankalogn árið 1986 en eitt laga hennar náði miklum vinsældum. Gunnar (f. 1959) mun hafa leikið eitthvað með danshljómsveitum áður en platan kom út en upplýsingar um tónlistarferil hans eru afar takmarkaðar. Hann hafði samið lög og texta um…

Gunnar Páll Ingólfsson – Efni á plötum

Gunnar Páll Ingólfsson – Golden melodies Útgefandi: Gunnar Páll Ingólfsson Útgáfunúmer: 2510179 Ár: 1997 1. Those were the days 2. Have you ever been lonely 3. Around the world 4. Fly me to the moon 5. Chanson d’amour 6. Green green grass 7. Moonlight and roses 8. Strangers in the night 9. Pennies from heaven…

Gunnar Páll Ingólfsson (1934-2019)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfaði með fjölmörgum hljómsveitum eftir miðja síðustu öld og spilaði svo um árabil á skemmtara á hótelum á höfuðborgarsvæðinu, hann var síðan kominn á sjötugs aldur þegar hann sendi frá sér tvær plötur. Gunnar Páll (f. 1934) starfaði víða á ferli sínum s.s. sem kjötiðnaðarmaður, ritstjóri og matreiðslumaður en tónlistin var…

Gypsy [1] (1960)

Hljómsveitin Gypsy (stundum ritað Gipsy) starfaði í fáeina mánuði sumarið 1960 á Selfossi, í heimildum er ýmist talað um Gypsy, Gypsy sextett eða Gypsy kvintett. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Gunnar Björgvin Guðmundsson [?], Arnþór Guðnason trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Ásbjörn Österby saxófónleikari, Ormar Þorgrímsson bassaleikari og Donald Rader saxófónleikari.

Gylfi Már Hilmisson (1958-)

Gylfi Már Hilmisson (f. 1958) var meðal keppenda í undankeppni Eurovision keppninnar árið 1992, þar söng hann lagið Nótt sem dag sem hann samdi sjálfur ásamt Sigurði Baldurssyni og Smára Eiríkssyni. Um það leyti var hann einnig annar söngvari hljómsveitarinnar Svarts pipars sem var nokkuð áberandi og átti fáein lög á safnplötum, auk þess söng…

Gömlu brýnin [2] (1989-98)

Hljómsveitin Gömlu brýnin fór mikinn á dansleikjum á síðasta áratug síðustu aldar og náði meira að segja að koma út stórsmelli ásamt Bubba Morthens. Sveitin var stofnuð haustið 1989 af nokkrum gömlum brýnum í tónlistarbransanum svo nafn hennar átti prýðilega vel við, það voru þeir Sigurður Björgvinsson bassaleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari og…

Gömlu brýnin [1] (1988-91)

Á Ísafirði starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1990 hljómsveit undir nafninu Gömlu brýnin (einnig kallað GB-tríóið) sem spilaði víðs vegar um Vestfirði en þó líklega mest í heimabænum. Sveitin var stofnuð haustið 1988 og voru meðlimir hennar alla tíð reynsluboltarnir Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Ásthildur Cesil Þórðardóttir söngkona…

The Gæs (1994-98)

Hljómsveitin The Gæs var nokkuð sérstök en hún var skipuð þekktum knattspyrnumönnum í Vestmannaeyjum sem þá léku í efstu deild. Sveitin kom fyrst fram á lokahófi ÍBV haustið 1994 og voru meðlimir hennar þá Rútur Snorrason hljómborðsleikari, Heimir Hallgrímsson (síðar landsliðsþjálfari) trommuleikari, Sigurður Gylfason söngvari og gítarleikari og Steingrímur Jóhannesson bassaleikari. The Gæs kom fram…